Bókaormur í júní 2018

Ritað 19.06.2018.

Þá er lestrarátakinu okkar lokið og það er bara til eitt orð, VÁ hvað flestir voru duglegir. Lóuland var með flesta hringi eftir 2 vikur eða 131, næst kom Spóaland með 121 og síðan kom Þrastaland með 81 hring. Það voru ekki öll börn sem tóku þátt en með sameignlegu átaki bætum við úr því í haust 

Meðaltal á barn:
Lóuland - 5,03 hringir á barn
Spóaland - 4,84 hringir á barn
Þrastaland - 4,5 hringir á barn

bokaormur

Ytra mat á starfinu

Ritað 08.03.2018.

ytramat 2018Á næstu dögum/viku fer fram ytra mat á skólastarfi í Hraunborg, en samkvæmt lögum um leikskóla 90/2008 17. gr.- 20. gr. er gert ráð fyrir bæði innra og ytra mati og eftirliti á gæðum starfs í leikskólum.Með ytra mati er átt við úttekt á starfsemi stofnunnar sem unnin er af utanaðkomandi aðilum, s.s. sveitarfélögum og/eða menntamálaráðuneyti.

Ytra mat fer fram í nokkrum leikskólum borgarinnar á hverju skólaári samkvæmt ákvörðun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur og í ár er leikskólinn Hraunborg einn af þeim.

Í kjölfar matsins eru niðurstöður birtar í samantekt sem er opinber og greinargerð sem skólinn fær í hendur. Á grundvelli niðurstaðna gerir leikskólinn umbótaáætlun þar sem fram kemur hvernig unnið verður með veika þætti skólastarfsins sem og þætti sem skólinn hyggst efla enn frekar. Umbótaáætlun er skilað til stjórnanda fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs.
Starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur sér um matið sem m.a. felst í að afla upplýsinga um leikskólastarfið með viðtölum og rýnihópum auk þess sem fylgst er með starfinu á vettvangi. Einnig eru sendar stuttar spurningakannanir á vef til starfsfólks og foreldra.
Matið er liður í að styðja og efla skóla og frístundastarf og kemur til viðbótar innra mati skólans. Stefna skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar um uppeldi og menntun er höfð til viðmiðunar í matinu ásamt ákvæðum laga og reglugerða um leik- og grunnskóla, starfsskrá frístundamiðstöðva og stefnumótun borgarinnar í starfsmannamálum og mannréttindamálum.

External evaluation

Ritað 08.03.2018.

ytramat 2018In the next coming days / week, an external evaluation will be done in Hraunborg according to law on preschools 90/2008 17 gr.- 20. gr. Evaluation is done to ensure quality work in schools and is divided into two parts, internal evaluation, where schools carry out the evaluation themselves and external evaluation which is done by local authorities or the Ministry of Education.


External evaluation is carried out in preschools in the city each year, according to decision of Reykjavik City /Department of Education and Youth and this year Hraunborg is one of them.

The evaluation results will be published in report which the school will receive. Based on the results, the school will then make improvement plan about how weak aspects of the school and activities will be strengthen. Improvement plan is submitted to Department of Education and Youth. 

The staff of Department of education and youth is responsible for the external evaluation, which involves gathering data about the school activities with interviews and focus groups as well as monitoring the teaching. Short question survey will also be sent to staff and the parents.
The external evulation is made to support and promote school and leisure activities and is addition to the internal evaluation in the school. The strategy of Reykjavik City/ Department of Education and Youth in education and development is taken as reference in the evulation along with laws and regulations for preschool and primary school, goals for leisure activities and policies for the city in personnel policy and human rights.