Sumarlokun 2018

Ritað 17.07.2018.

Solin

Á morgun þann 18.júlí er fyrsti dagur í sumarfríi hjá okkur, opnum aftur fimmtudaginn 16.ágúst. Hlökkum til að sjá ykkur hress og kát

Bókaormur í júní 2018

Ritað 19.06.2018.

Þá er lestrarátakinu okkar lokið og það er bara til eitt orð, VÁ hvað flestir voru duglegir. Lóuland var með flesta hringi eftir 2 vikur eða 131, næst kom Spóaland með 121 og síðan kom Þrastaland með 81 hring. Það voru ekki öll börn sem tóku þátt en með sameignlegu átaki bætum við úr því í haust 

Meðaltal á barn:
Lóuland - 5,03 hringir á barn
Spóaland - 4,84 hringir á barn
Þrastaland - 4,5 hringir á barn

bokaormur

Ytra mat á starfinu

Ritað 08.03.2018.

ytramat 2018Á næstu dögum/viku fer fram ytra mat á skólastarfi í Hraunborg, en samkvæmt lögum um leikskóla 90/2008 17. gr.- 20. gr. er gert ráð fyrir bæði innra og ytra mati og eftirliti á gæðum starfs í leikskólum.Með ytra mati er átt við úttekt á starfsemi stofnunnar sem unnin er af utanaðkomandi aðilum, s.s. sveitarfélögum og/eða menntamálaráðuneyti.

Ytra mat fer fram í nokkrum leikskólum borgarinnar á hverju skólaári samkvæmt ákvörðun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur og í ár er leikskólinn Hraunborg einn af þeim.

Í kjölfar matsins eru niðurstöður birtar í samantekt sem er opinber og greinargerð sem skólinn fær í hendur. Á grundvelli niðurstaðna gerir leikskólinn umbótaáætlun þar sem fram kemur hvernig unnið verður með veika þætti skólastarfsins sem og þætti sem skólinn hyggst efla enn frekar. Umbótaáætlun er skilað til stjórnanda fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs.
Starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur sér um matið sem m.a. felst í að afla upplýsinga um leikskólastarfið með viðtölum og rýnihópum auk þess sem fylgst er með starfinu á vettvangi. Einnig eru sendar stuttar spurningakannanir á vef til starfsfólks og foreldra.
Matið er liður í að styðja og efla skóla og frístundastarf og kemur til viðbótar innra mati skólans. Stefna skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar um uppeldi og menntun er höfð til viðmiðunar í matinu ásamt ákvæðum laga og reglugerða um leik- og grunnskóla, starfsskrá frístundamiðstöðva og stefnumótun borgarinnar í starfsmannamálum og mannréttindamálum.