Jólaföndur Hraunborgar

Ritað 20.11.2012.

Kæru foreldrar

Nú er komið að hinu árlega jólaföndri foreldrafélags Hraunborgar, laugardaginn 24. nóvember kl. 10:00 - 12:00.

Við hvetjum alla til að mæta og eiga góðan dag saman í skemmtilegu jólaföndri og piparkökubakstri með börnunum okkar. Ykkur er velkomið að bjóða með ættingjum og vinum.