Deildir

Það er stórt skref fyrir barn að byrja í leikskóla. Það þarf að finna öryggi í framandi umhverfi og kynnast nýju fólki sem þarf að vinna traust þess.  Eftir því sem börn eldast og þroski þeirra eykst þróast leikur þeirra úr samhliðaleik í samleik um leið og þau ná að auka færni sína í samskiptum við aðra. Mikilvægt er að börn öðlist félagsfærni og jákvæð viðhorf hvert í annars garð jafnt í leik og starfi. Á þessum aldri er lögð mikil áhersla á vináttu, að barnið læri að umgangast önnur börn af virðingu og sem jafningja og að það læri að virða skoðanir annarra og leysa deilur á farsælan hátt. Börnin læra að virða reglur sem gilda í samskiptum við aðra jafnt utan sem innan leikskólans. 

Áherslur í starfi með yngri börnum, eins til þriggja ára:
  • að örva almennan þroska með leik og umönnun
  • að barnið læri að bera virðingu fyrir öðrum og öðlist sjálfstraust
  • að barnið læri að vera einstaklingur í hópi


Áherslur í starfi með eldri börnum, þriggja til sex ára:

  • að börnin öðlist sterka sjálfsmynd og sjálfstraust
  • að börnin geti sýnt frumkvæði og áræðni í leik og í samskiptum við aðra
  • að börnin þroski með sér mannkærleika, umburðarlyndi og virðingu fyrir rétti annarra