Fréttir frá Lóulandi

Nýtt fréttabréf

Ritað 01.09.2017.

Góðan daginn.

Nú er september runninn upp og við erum búin að fá 6 ný börn til okkar frá Þrastalandi og erum við að aðlaga þau næstu vikur.

Skipulagt starf byrjar ekki alveg strax en afar líklega 25.september. Við hlökkum mikið til að byrja hópastarfið.

Við höfum einnig fengið nýjan starfsmann til okkar en Bryndís okkar fór yfir á Spóalandi. Þessi nýja heitir Sunneva, kölluð Sunna, hún vinnur 8:30-16:30.

Eygló verður í veikindaleyfi í september.

Á Hraunborg erum við líka komnar með þroskaþjálfa í vinnu. Hún heitir Klara og sér um sérkennslu.

Við viljum minna á að vera duglegur að fylla á aukafatakassann. Hann er stundum svolítið tómur.

Að lokum minnum við alla á að ganga gegnum garðinn en ekki listabergið okkar. Bæði þegar komið er með börnin okkar og farið. Listabergs inngangurinn er eingöngu fyrir sölumenn og aðrar sendingar sem við fáum.

Annars segjum við bara góða helgi.

Lóur

Fréttabréf desembermánaðar

Ritað 19.12.2016.

Fréttabréf desembermánaðar

Þann 5.desember síðastliðinn varð Leo okkar 3 ára. Við óskum honum innilega til hamingju með daginn.

6.desember fóru börn fædd 2012 á Þjóðminjasafnið og voru þau til fyrirmyndar. Þar tók leiðsögumaður á móti þeim og sýndi þeim allt safnið og spjallaði við þau og þau fóru í strætó fram og til baka sem þótti mikið sport.

7.desember fóru 2 og 3 ára börnin okkar á bókasafnið og fengu að heyra jólasögu.

8.desember fórum við öll í kirkjuheimsókn. Þar sungum við saman jólalög og heyrðum jólasögu og svo fengum við piparkökur og djús. Notaleg stund.

14.desember fór skólahópur í Hallgrímskirkju og fékk að heyra um jólin hans Hallgríms. Þau fóru svo á American style og fengu þar að borða og skemmtu sér afar vel. Vel heppnuð ferð í alla staði.

16.desember var jólaballið okkar og það var mjög skemmtilegt. Jólasveinninn kom og gaf öllum börnunum pakka og við dönsuðum í kringum jólatréð og sungum jólalög. Sama dag fengum við dýrindis jólamat að borða og þetta var hinn notalegasti dagur.

19.desember fengu börnin að sjá leiksýningu hér í salnum. Leikritið heitir „hvar er Stekkjastaur“ og var það Möguleikhúsið sem var með það. Virkilega vandað leikrit og mikið í það lagt.

Núna er notalegir dagar framundan með rólegheitum og kósý.
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og takk fyrir árið sem líður senn á enda.

Lóukonur.

Fréttabréf október 2016

Ritað 21.10.2016.

Hér koma nýjar fréttir frá okkur á Lóulandi.

Þann 3.október byrjaði hópastarfið hjá okkur. Við tókum fyrir bókstafinn M og orð vikunnar var monthani. Við lásum bækur og lærðum hvað monthani þýðir. Við sungum líka M-lagið.

8.október varð Leó okkar 4 ára og óskum við honum innilega til hamingju með daginn.

9.október varð svo Þórey Lilja okkar 3 ára og óskum við henni einnig innilega til hamingju með afmælið sitt. Alltaf svo gaman að eiga afmæli.

Börnin skreyta kórónuna sína sjálf þegar þau eiga afmæli, þau fá að velja lög fyrir söngstund og velja sér glas og disk fyrir matmálstímana. Það er mikið sport enda mikið úrval að velja úr. Þau fá svo blað með sér heim sem við fyllum út með því sem þau völdu.

Vikuna 10.-14. október var B stafur vikunnar og orð vikunnar byrsta sig. Við vorum dugleg að lesa bækur og syngja B-lagið og börnin lærðu hvað það þýðir að byrsta sig.

Eva hætti hjá okkur föstudaginn 14.október og þökkum við henni góðan tíma á Lóulandi og óskum henni velfarnaðar í nýja leikskólanum.

Vikuna 17.-21.október var stafur vikunnar D.Orð vikunnar var daufur. Þau lærðu hvað það þýðir og við lásum einnig bækur þar sem komu fyrir daufar persónur og ræddum þetta mikið.

19.október átti Vignir Leó okkar afmæli og varð hann 3 ára. Við óskum honum innilega til hamingju með afmælið.

19.október komu svo börnin úr 1.bekk í Hólabrekkuskóla í heimsókn og mikið sem það var gaman að sjá þau sem fóru héðan í haust. Þau skemmtu sér vel og það var næstum eins og þau hefðu aldrei hætt.

20.október komu hér slökkviliðsmenn frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Skólahópur fékk fræðslu um hvað við þyrftum að gera ef eldsvoða bæri að höndum. Sjúkrabíll kom með þeim og þau fengu að fara inní hann og skoða. Sírenur vældu og ljós blikkuðu og þetta var svo spennandi fyrir börnin sem voru alsæl.

Það sem er framundan:

23.okótber er alþjólegur dagur Kabuki heilkennisins. Katrín Sara á Spóalandi er eini íslendingurinn sem greinst hefur með þetta heilkenni. Við ætlum öll að mæta í grænu þriðjudaginn 25.október til að sýna okkar stuðning.

27.október er alþjóðlegur bangsadagur og mega börnin mæta með bangsa í leikskólann.

14.nóvember er starfsdagur og því lokað í leikskólanum.

17.nóvember fara Júlía og Bryndís á bókasafnið með sína hópa.

21.nóvember fara skólahópsbörnin í heimsókn í Hólabrekkuskóla.

25.nóvember er vasaljósadagur.

Fréttabréf

Ritað 21.09.2016.

Tíminn flýgur áfram en við erum búin að eiga skemmtilegan september hingað til.

Skólahópur hefur verið mjög duglegur að spila saman og æfa sig í spilum.
Börnin hafa verið að fara svolítið í salinn að æfa sig í kollhnís og hoppa og fleira. Mjög gott fyrir þau og þau hafa mjög gaman af.
16.september átti Elísabet Hanna afmæli og varð 5 ára gömul. Við óskum henni innilega til hamingju með daginn sinn.
20.september átti Sigfríður Sól afmæli og varð 3 ára gömul. Við óskum henni einnig innilega til hamingju með afmælið.
Skólahópur fór á bókasafnið 19.september og voru svo dugleg þar að þau fengu útprentað viðurkenningarskjal sem sagði að þau kynnu að fara vel með bækur.

Þann 20.september fengum við allan garðinn eftir miklar breytingar, vægast sagt er mikil ánægja með breytingarnar og erum við vissar um að börnin munu una sér vel í leik í haust og vetur.

Framundan er
28.september fer Bryndís á bókasafnið sem sinn hóp.
3.október byrjar hópastarfið en við erum mjög spenntar að byrja.
5.október byrjar samstarf Hólabrekkuskóla og Hraunborgar og þá er fyrsta heimsóknin 1.bekkjar af 3 fyrir áramót. Við fáum svo einnig 3 heimsóknir frá þeim eftir áramót.
Framundan eru einnig nokkur afmæli.
8.október verður Leó 4 ára
9.október verður Þórey Lilja 3 ára
19.október verður Vignir Leó 3 ára
27.október verður Anna Amelía 5 ára

Fréttabréf ágúst

Ritað 01.09.2016.

Fréttablað ágúst Lóuland

Þá er ágúst að renna sitt skeið. Við opnuðum eftir gott sumarfrí 4.ágúst.
Við kvöddum skólahópsbörnin okkar föstudaginn 19.ágúst en þau komu nokkur í leikskólann eftir frí fram að skóla. Við þökkum þeim fyrir góð ár hér í leikskólanum og óskum þeim góðs gengis á nýjum slóðum.

Við höfum fengin ný börn til okkar frá Þrastalandi. Það eru Bjartur Bærings, Daníel Jan, Gísli Frank, Ída Soffía, Leo, Sigfríður Sól, Vignir Leó og Þórey Lilja. Við bjóðum þeim hjartanlega velkomin á Lóuland og hlökkum til næstu ára með þeim.
Við höfum verið mjög dugleg að fara í göngutúra og á nýja leikvelli eftir sumarfrí. Nú er búið að opna fyrir part af nýja fallega garðinum okkar og börnin una sér vel þar enda margt skemmtilegt í boði.

Við hlökkum til vetrarins en á deildinni í vetur verða Júlía, Anna Katrín, Bryndís og Eygló.