Fréttabréf í september

Ritað 11. September 2015.

Heil og sæl

Árgangur 2009 er byrjaður í grunnskóla og óskum við þeim velfarnaðar í sínu nýja umhverfi.

Við fengum ótrúlega skemmtilega og hressa krakka frá Þrastalandi og bjóðum við þeim velkomin á Lóuland.
Aðlögunin hefur gengið ótrúlega vel og fengum við hana Bryndísi til okkar í staðin fyrir hana Siggu. (Sigríði Karítas)

Skólatagatalið leikskólans er komið á netið og við mælum með því að prenta það út.

Starfsmenn deildarinnar eru:
Bryndís Óðinsdóttir, Eygló Erlingsdóttir, Iryna Khyznyak og Júlía Sigurðardóttir.

Vikuna 31-4 september vorum við að læra gulu regluna "Að hafa hendur og fætur hjá sér"

Þann 04. september var skólahópi boðið að syngja við afhjúpun listaverksins við Breiðholtslaug og sungu við þrjú lög.

þann 06. september fengum við hann Sölva sem söng og spilaði á gítar fyrir okkur, takk fyrir það Sölvi.

þann 07. september átti Embla Marín afmæli og Elísa Dagrún átti afmæli þann 08. Við óskum þeim innilega til hamingju með 5 ára afmælin.

Vikuna 07-11 september erum við að læra rauðu regluna "Að hlaupa úti og ganga inni".

Föstudaginn 11. september er lokað hjá okkur vegna starfsdags.

Kveðja Lóur