Fréttabréf sept. og okt.

Ritað 9. Október 2015.

Heil og sæl

Þann 14. september fór skólahópur í Þjóðleikhúsið að sjá sýninguna hans Bent og vakti það gífurlega lukku hjá krökkunum.
Við lentum í veseni með strætó en komust heim á endanum eftir langa bið eftir strædó.
Börnin stóðu sig vel að bíða allan þennan tíma sem tók strædó að koma.

Elísabet Hanna varð 4 ára þann 16. september og óskum við henni innilega til hamingju með afmælið.

Þann 19. september varð Max 5 ára og óskum við honum einnig innilega til hamingju með afmælið.

Við gerðum heiðarlega tilraun að byrja hópastarfið þann 21. september en það hefur ekki alveg gengið upp. En við höfum reynt að látið skólahóp fara í hópastarf.

Þann 22. september fórum við í Hörpuna og sáum verkið Ástasagan úr fjöllunum sem Sinfóníusveitin flutti og Egill Ólafsson las söguna. Þetta var mjög skemmtilegt verk og börnin voru mjög sátt við ferðina.
Eftir hádegið fór skólahópur í íþróttahúsið í leikfimi sem verður vikulega í vetur og ekki er annað hægt að sjá en að börnunum finnst þetta skemmtilegt.
Þann 8. oktober átti Leó okkar 3 ára afmæli og óskum við honum innilega til hamingju
Heil og sæl

Þann 14. september fór skólahópur í Þjóðleikhúsið að sjá sýninguna hans Bent og vakti það gífurlega lukku hjá krökkunum.
Við lentum í veseni með strætó en komust heim á endanum eftir langa bið eftir strædó.
Börnin stóðu sig vel að bíða allan þennan tíma sem tók strædó að koma.

Elísabet Hanna varð 4 ára þann 16. september og óskum við henni innilega til hamingju með afmælið.

Þann 19. september varð Max 5 ára og óskum við honum einnig innilega til hamingju með afmælið.

Við gerðum heiðarlega tilraun að byrja hópastarfið þann 21. september en það hefur ekki alveg gengið upp. En við höfum reynt að látið skólahóp fara í hópastarf.

Þann 22. september fórum við í Hörpuna og sáum verkið Ástasagan úr fjöllunum sem Sinfóníusveitin flutti og Egill Ólafsson las söguna. Þetta var mjög skemmtilegt verk og börnin voru mjög sátt við ferðina.
Eftir hádegið fór skólahópur í íþróttahúsið í leikfimi sem verður vikulega í vetur og ekki er annað hægt að sjá en að börnunum finnst þetta skemmtilegt.

Þann 8. oktober átti Leó okkar 3 ára afmæli og óskum við honum innilega til hamingju

Kv. Lóur