Fréttabréf jan. og feb. 2016

Ritað 22. Febrúar 2016.

Sæl og blessuð.

Við höfum því miður ekki verið nógu duglegar að skrifa inn fréttir hér á síðunni eða setja inn myndir og hefur það aðallega verið vegna manneklu en við reynum að bæta úr því 

Þann 1.janúar síðastliðinn átti Bjarnveig Sara afmæli og varð hún 5 ára gömul. Við óskum henni innilega til hamingju með daginn. Hún fékk að velja sér disk og glas til að borða með, hún valdi einnig sögu til að hlusta á í hvíldinni sem og lög fyrir söngstund. Skemmtileg breyting þar á afmælum barnanna hér.

Miðvikudaginn 13.janúar kom sögubíllinn og öll börn fædd 2010 og 2011 fóru í bílinn og fengu að heyra skemmtilega sögu og skemmtu þau sér mjög vel.

Bóndakaffi var haldið 15.janúar og var það með eindæmum vel heppnað, einstaklega góð mæting og þökkum við fyrir það.
Börnin föndruðu víkingahatta í tilefni þorra og fóru svo með þá heim eftir bóndakaffið.

Fyrstu vikuna í febrúar var tennverndarvika, við ræddum um tannheilsu við börnin og mikilvægi þess að bursta tennur kvölds og morgna og fá aðstoð foreldra við það. Þau föndruðu einnig tönn og tannbursta sem hangir nú í fataklefanum okkar.

4.febrúar varð Magnús Helgi 3 ára og óskum við honum hjartanlega til hamingju með afmælið. Hann fékk einnig að velja disk og glas og tilheyrandi í tilefni afmælisins.

5.febrúar var afa og ömmu kaffi hér og það heppnaðist mjög vel. Gaman að sjá þá sem komu og þökkum við kærlega fyrir komuna.

Dagur leikskólans var 6.febrúar og í því tilefni settum við upp myndlistasýningu utandyra, það var mjög skemmtilegt verkefni og lífgaði mikið upp á girðinguna umhverfis leikskólann.

18.febrúar verða Hreiðar Ási og Hrannar Ási 6 ára og óskum við þeim til hamingju með það.
Þann 19. feb. buðum við ömmur og mömmur í morgunkaffi í tilefni konudagsins og var virkilega gaman að fá ömmur og mömmur í heimsókn.


Kveðja lóukonur