Fréttir í mars 2016.

Ritað 4. Apríl 2016.

Sæl öll.

Hér koma smá fréttir frá mars en það hefur verið nóg um að vera og mikið fjör.

2.mars átti Eva afmæli og varð hún 5 ára gömul. Við óskum henni innilega til hamingju með afmælið.

Föstudaginn 4.mars vorum við með dótadag sem slær alltaf í gegn. Börnin komu með dót að heiman og voru mjög dugleg að leika sér með það og einnig að lána og leyfa hinum börnunum að prófa.

Þann 7.mars varð Sunneva Lára 4 ára og óskum við henni innilega til hamingju með afmælið.

13.mars átti Soffía Marey afmæli og varð 5 ára gömul. Við óskum henni innilega til hamingju með afmælið.

Daginn eftir, 14.mars átti svo María afmæli en hún varð 6 ára. Við óskum henni innilega til hamingju með afmælið.

14.mars fór skólahópurinn á kaffihús og fengu þar súkkulaðiköku og heitt kakó.

15.mars fóru svo börn fædd 2011 á kaffihús. Fengu þau vöfflur með rjóma og sultu og heitt kakó.

16.mars átti Marteinn Elí afmæli og varð hann 5 ára gamall. Við óskum honum innilega til hamingju með afmælið.

Sama dag fóru börn fædd 2012 og 2013 einnig á kaffihús og fengu súkkulaðiköku og heitt kakó.

Föstudaginn 18.mars höfðum við hattaball hér í leikskólanum og það vakti mikla lukku.Börnin skemmtu sér afar vel.

23.mars varð Tristan Andri 3 ára og óskum við honum innilega til hamingju með afmælið.

25. mars átti Stefán Kári afmæli og varð hann 6 ára. Við óskum honum einnig innilega til hamingju með afmælið.

29.mars kom Gunnhildur Una til okkar og kvaddi okkur en hún er flutt og er að byrja í nýjum leikskóla. Við óskum henni góðs gengis á nýjum stað og munum við sakna hennar mikið.

Kveðja Lóukonurnar 