Fréttir frá Lóulandi

Aprílfréttir

Ritað 28.04.2015.

Heil og sæl

Nú er nýafstaðin myndlistarsýning í Hólagarði en þar áttu öll börnin eitt verk. Gaman var að sjá hve margir foreldrar sáu sér fært að koma á opnunina.
Það er búið að vera mikið um að vera hjá skólahóp núna síðustu daga.
Mánudaginn 20. apríl var skólahóp boðið á sýningu hjá Borgarleikhúsinu og
skemmtu þau sér mjög vel. Þriðjudaginn 21. april var fyrsti dagur Barnamenningarhátíðar þá fór skólahópur í Hörpu ásamt börnum frá Tónlistarskóla Sigursveins og söng þar lög sem þau höfðu æft í margar vikur . Það var mjög gaman og börnin stóðu sig með mikilli prýði.
Skólahóp var svo boðið í Fella og Hólakirkju miðvikudaginn 22. apríl í tilefni Barnamenningarhátíðar. Börnin hlustuðu á sögu um pípuorgel og þótti þeim það mjög skemmtilegt.
27.apríl fóru Bangsímonhópur og Froskahópur í sögustund á bókasafnið. Þar voru lesnar fyrir þau 4 sögur og það var mjög skemmtilegt. Við heilsuðum upp á Frenju sem er systir Grýlu.
28.apríl. Í dag eftir hádegi lét sólin loksins sjá sig svo börnin fengu að fara út í strigaskóm og hlýrri peysu og það var mikil gleði með það.
Sumarkveðja Lóuland;)

30. mars

Ritað 30.03.2015.

Heil og sæl

Þann 20. mars var sólmyrkvi og vorum við inni á meðan tunglið fór fyrir sólina. Skólahópur fékk að kíkja á myrkvann í nokkrar mínútur og þau notuðu gleraugun sem Stjörnufélag Seltjarnarness gaf okkur.download

Skólahópur fór í heimsókn í Hólabrekkuskóla og var þeim skipt niður í þrjá bekki. Þau fengu að sitja í kennslustund og fengu páskaverkefni sem þau fóru með heim.

Börnin eru búin að vera að föndra fyrir páskana og við höfum verið að láta þau fara með þetta heim

núna síðustu daga.

Síðasta miðvikudag átti Stefán Kári 5 ára afmæli og óskum við honum innilega til hamingju með daginn.

Þann 26. mars fór skólahópur í Tónskóla Sigursveins og æfðum við Þúsaldarljóðin sem börnin munun flytja í Hörpunni þann 21. apríl.

Við héldum áfram með föstudagsfjörið en þar blöndum við 2009 og 2010 árgöngum á milli deilda.

Páskafrí byrjar hjá okkur þann 2. apríl og við byrjum aftur 7. apríl.

Gleðilega Páska

 

paskakarfa

Heil og sæl

Ritað 23.03.2015.

palsK1 03 link SandW 01
Þann 6. mars var skólahóp boðið á skemmtun í Hólabrekkuskóla en við sáum okkur ekki fært að mæta vegna veðurs.

Skólahópur hefur verið í Pals hjá Halldóru sérkennslustjóra. Hún reynir að taka hópinn þrisvar í viku. PALS er lestrarkennsluaðferð sem byggir upp færni nemenda í lestri og lesskilningi með æfingum sem þeir vinna í 35 til 45 mínútur í senn, þrisvar sinnum í viku. Nemendur vinna saman í pörum og aðstoða hvorn annan við að bæta lesturinn. Kennarinn fylgist með pörunum og aðstoðar þau eftir þörfum.
Skólahópur fékk að fara í íþróttahúsið síðasta fimmtudag og vakti það mikla gleði hjá hópnum. Það stóðu sig allir mjög vel í að fara eftir leiðbeiningum leikfimiskennarans, honum Ómari.
Við vorum með Hattaball í salnum og skemmtum við okkur mjög vel.
Soffía Marey hélt upp á 4 ára afmælið sitt sl föstudag og óskum við henni innilega til hamingju með afmælið.
Í dag héldu María upp á 5 ára og Marteinn Elí upp á 4 ára afmælin sín. Við óskum þeim innilega til hamingju með afmælin.

Fréttir 19. febrúar 2015

Ritað 19.02.2015.

Heil og sæl

Þriðjudaginn 10. febrúar fór skólahópur í Fella og Hólakirkju að syngja þrjú lög fyrir eldri borgara.

Miðvikudaginn 11. febrúar fór skólahópur í heimsókn í Hólabrekkuskóla og fengum við góðar móttökur hjá henni Helgu kennara. Hún sýndi okkur Hólabrekkuskóla og munum við fara aftur í heimsókn til hennar.

Á bolludaginn fengu börnin fiskibollur í hádeginu og nýbakaðar vatnsdeigsbollur með öllu tilheyrandi í nónhressingunni. Það er óhætt að segja að stelpurnar í eldhúsinu eru SNILLINGAR ;)

Að venju var saltkjöt og baunir í hádeginu á sprengidaginn og borðuðu flest börnin vel af því.

Öskudagurinn var stór dagur hjá okkur og mættu allir í búningum. Kötturinn var sleginn úr tunnunni og ekki leiðinlegt að fá snakk að launum. Eftir það var slegið upp balli.

Bræðurnir Hrannar Ási og Hreiðar Ási héldu upp á 5 ára afmælið sitt í nónhressingunni og bauð Hrannar Ási upp á kanilsnúða og Hreiðar Ási bauð upp á frostpinna. Við óskum þeim innilega til hamingju með daginn.

Minnum foreldra að fara yfir töskur barnanna sinna.

Vikufréttir, þorrinn

Ritað 03.02.2015.

Sæl

Í enda janúar vorum við að undirbúa Þorrablótið okkar. Við gerðum víkingakórónur og skreyttum þær með því að vatnslita og límdum síðan við fiskiroði á þær.

Á sjálfan bóndadaginn buðum við feðrunum í morgunkaffi og blótuðum þorrann í hádeginu. Börnin borðuðu þorramatinn misvel, en allir fengu að smakka t.d. súran hval, hákarl og hrútspunga.

Hópa starfið er farið í gang eftir langa pásu og mjög gott að börnin séu komin á réttum tíma í leikskólann.

Skólahópur er að æfa 3 lög sem þau munu flytja fyrir eldri borgara í Fella og Hólakirkju þann 10. febrúar.

Viljum minna foreldra á að fara yfir töskur barnanna, mikilvægt er að það sé nóg af öllu í töskunum.