Fréttir frá Lóulandi

Fréttir 19. janúar 2015

Ritað 19.01.2015.

Sæl og blessuð.

Við byrjuðum nýja árið á því að hún Lukka okkar hélt upp á 4 ára afmælið sitt. Hún bauð upp á ís. Daginn eftir hélt hún Bjarnveig Sara okkar upp á 4 ára afmælið sitt. Hún bauð okkur líka upp á ís. Við óskum þeim innilega til hamingju m eð afmælin.

Við rotuðum jólin með því að fara út og syngja nokkur jólalög og kveiktum á stjörnuljósum. Það vakti mikla lukku hjá börnunum.

Við gerðum áramótamyndir með börnumum og þeim fannst það mjög skemmtilegt.

Síðasta föstudag var vasaljósadagur og það var mjög skemmtilegt en börnin fengu að fara út með vasaljósin meðan enn var dimmt úti.

Við höfum verið að fara út oftast eftir hádegi vegna færðar.

Hópastarf er ekki hafið að nýju vegna manneklu.

Kveðjur frá Lóum

Fréttir 22. desember

Ritað 22.12.2014.

Fréttabréf Lóulands

Í síðustu viku vorum við að leggja lokahönd á föndrið. Við höfum einungis verið að nýta okkur útiveruna einu sinni á dag. Ares Áki hélt upp á fimm ára afmælið sitt og bauð upp á heimatilbúinn ís.

Við héldum upp á jólin í leikskólanum í síðastliðinni viku með jólaballi og einnig var boðið upp á jólamat, lambalæri með tilheyrandi. Börnin mættu í sínu fínasta pússi.

Skólahópur og kisuhópur skruppu á bókasafnið og hlustuðu á jólasveinasögu og hittu hana Frenju sem er systir hennar Grýlu.

Skólahópi var boðið í kirkju að syngja fyrir eldri borgara og var táknmálstúlkur að þýða fyrir messugesti. Börnunum var svo boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í lokin.

Á föstudaginn mættu síðan börnin með jólasveinahúfu í tilefni dagsins.

Vikufréttir 15. desember

Ritað 15.12.2014.

Fréttabréf Lóulands 12 desember.

Börnin á Lóulandi eru búin að vera að undirbúa jólin þessa viku.

Við höfum verið að fara í eina útiveru vegna veðurs og það er enn frekar dimmt fyrir hádegi og einnig eftir klukkan 15: 30, þannig að börnin hafa verið að fara út eftir hvíldina.

Börnin fóru í hina árlegu kirkjuferð og fengu börnin fræðslu um tilgang jólanna. Börnin hengdu jòlakúlu sem þau hvert og eitt föndruðu á jòlatré kirkjunnar. Í lokin var okkur boðið upp á djús og piparkökur.

Skòlahópur fór á Árbæjarsafnið á föstudaginn og hittum við hana Jóhönnu sem vinnur á Árbæjarsafninu og fengum við að skoða gamla bæinn, hún sagði okkur sögur af gömlu jólasveinunum, það var mjög áhugavert að heyra um þessa gömlu, hrekkjóttu sveina.

Vikufréttir 2. desember

Ritað 08.12.2014.

Við byrjuðum síðastliðna viku á því að hafa vöfflukaffi, við fengum heitt súkkulaði og vöfflur með sultu og rjóma. Börnin hafa verið dugleg að föndra fyrir jólin og höfum við nýtt okkur hópastarfið í það. Skólahópur hefur haldið sinni stundaskrá og verið í skólastund.
Snjórinn hefur vakið mikla lukku hjá börnunum og viljum við biðja foreldra um að passa upp á útifatnaðinn, að nóg sé t.d. af vettlingum, hlýjum sokkum og einnig er nauðsynlegt að hafa hlýja peysu í hólfinu.
Sögubíllinn kom til okkar og fengu börn fædd 2009 og börn fædd 2010 að hlusta á sögu um spýtustrákinn.

Vikufréttir 28. nóvember

Ritað 28.11.2014.

Við byrjuðum vikuna á því að æfa jólalögin og einnig byrjuðum við að skreyta deildina okkar fyrir jòlaföndur foreldrafélagsins sem verður á sunnudaginn. Úlfahópur og Froskahópur fóru í útihreyfistund og voru börnin mjög ánægð með það. Sara Elísabeth hélt upp á 4 ára afmælið sitt og óskum við henni innilega til hamingju með afmælið. Að venju munum við vera með föstudagsfjör eftir hádegi.