Fréttir frá Lóulandi

Vikufréttir 21. nóvember

Ritað 21.11.2014.

Fréttabréf Lóulands

Þessi vika er búin að vera fljót að líða, börnin fengu langt helgarfrí á meðan starfsmenn voru á starfsdegi.

Úlfahópur og Skólahópur skruppu á bókasafnið þann 19. og var það starfsmaður bókasafnsins sem las fyrir okkur nýja bók um Skrímslið. Við fengum nokkrar skemmtilegar bækur með okkur í leikskólann til að lesa.
Froskahópur og Bangsímonhópur fóru einnig á bókasafnið í sögustund.

Vasaljósadagur heppnaðist mjög vel og voru börnin mjög ánægð að fá að koma með vasaljós í leikskólann.

Föstudagsfjörið heldur áfram og eru börnin mjög ánægð með þessa blöndun á milli deilda.

Vikufréttir 31. október

Ritað 31.10.2014.

Alþjóðlegi bangsadagurinn var á mánudaginn og komu börnin með bangsa eða aðrar fígúrur með sér í IMG 9700 Smallleikskólann. Flest börnin mættu í náttfötum og var slegið upp balli, yngri börnin fóru fyrir hádegi og þau eldri eftir hádegið. Hægt er að segja að það hafi verið mjög gaman hjá börnunum þennan dag.

 

Foreldraviðtöl fyrir börnin sem er nýbúin í aðlögun voru á þriðjudaginn og hafa flestir foreldra lokið viðtali. 

IMG 9705 Small

 

Í hópastarfi höfum við verið að vinna með vináttuþema og nú er því að ljúka hjá okkur. Næst tekur við umferðaþema en þá munu börnin ræða og vinna með hugtakið „umferð" í hópunum.

 

Í dag mun hann Viktor Dofri kveðja okkur og byrja í nýjum leikskóla í Hveragerði. Við óskum honum og fjölskyldu hans velfarnaðar á nýjum stað.

Vikan 24. október

Ritað 24.10.2014.

Sæl öll

Hópastarfið gengur mjög vel og eru börnin búin að vera mjög dugleg.

Það vakti mikil spenna hjá börnunum þegar fyrsti snjórinn kom og voru þau mjög fljót að klæða sig til að fara út að leika.

Það voru tvö afmæli hjá okkur; Hjörtur Elías og Christian Bjarki héldu upp á fimm ára afmælið sitt og óskum við þeim til hamingju með afmælin. 

Froskahópur og Bangsímonhópur fóru í bókasafnið en þar er hægt að hlusta á sögur sem starfsmenn bókasafnsins lesa upp fyrir alla þá sem vilja koma. Það þykir mjög skemmtilegt.

Vikan 17. október

Ritað 17.10.2014.

Við byrjuðum vikuna á því að hún Gunnhildur Una hélt upp á 4 ára afmælið sitt. Við óskum henni til hamingju með afmælið.

Helena frá Náttúruskólanum er búin að vera hjá okkur alla vikuna. Hún er búin að fara með hópana í leiðangur og koma með hugmyndir fyrir útikennsluna. Þetta er búið að vera mjög fræðandi og gaman.

Við fengum hana Dagbjörtu Ásgeirsdóttur rithöfund í heimsókn og las upp úr bók sinni Gummi fer í fjöruferð. Þökkum við Dagbjörtu vel fyrir það.

Slökkviliðið kom og heimsótti skólahóp og fengum við fræðslu um slökkviliðið og mikilvægi þess að hafa reyksynjara og slökkvitæki á hverju heimili. Þökkum við þeim fyrir að koma og heimsækja okkur.

Í lok vikunnar hélt hún Katla Líf upp á fimm ára afmælið sitt en hún á afmæli á sunnudaginni. Óskum við henni til hamingju með afmælið.

Vikufréttir 10. nóvember

Ritað 09.10.2014.

Enn er aðlögun í gangi hjá okkur á Lóulandi og gengur hún vel. Það er Katrín Emma sem er að koma til okkar í skólahóp.

Það sem er framundan er að við fáum hana Helenu frá Náttúruskólanum í heimsókn og ætlar hún að fara með okkur í útikennslu og sýna okkur hvað við getum lært um umhverfið okkar. Einnig kemur slökkviliðið til okkar, sýnir okkur slökkviliðsbílinn og kynnir fyrir okkur brunavarnir.

Á föstudögum eftir hádegi er föstudagsfjör hjá okkur. Þá hittast eldri hlutar deildanna, Lóur og Spóar, og leika sér saman. Hópunum er skipt eftir kynjum, stelpurnar eru saman og strákarnir eru saman. Þetta er gert til að efla hóp- og samkennd á milli barnanna þannig að þau kynnist stærri hóp jafnaldra. Það er á áætlun hjá okkur að yngri börnin taki þátt í fjörinu síðar.

Það er búið að Hljóm-prófa öll börn á Lóulandi, sjá nánar um Hljóm prófið á forsíðu.

Við viljum minna á:
          - Koma með íþróttafatnað fyrir þau börn sem enn hafa ekki komið með
          - Tæma hólfin á föstudögum
          - Hafa fatnað sem hæfir veðri, það er farið að kólna.