Fréttir frá Lóulandi

Fréttir í mars 2016.

Ritað 04.04.2016.

Sæl öll.

Hér koma smá fréttir frá mars en það hefur verið nóg um að vera og mikið fjör.

2.mars átti Eva afmæli og varð hún 5 ára gömul. Við óskum henni innilega til hamingju með afmælið.

Föstudaginn 4.mars vorum við með dótadag sem slær alltaf í gegn. Börnin komu með dót að heiman og voru mjög dugleg að leika sér með það og einnig að lána og leyfa hinum börnunum að prófa.

Þann 7.mars varð Sunneva Lára 4 ára og óskum við henni innilega til hamingju með afmælið.

13.mars átti Soffía Marey afmæli og varð 5 ára gömul. Við óskum henni innilega til hamingju með afmælið.

Daginn eftir, 14.mars átti svo María afmæli en hún varð 6 ára. Við óskum henni innilega til hamingju með afmælið.

14.mars fór skólahópurinn á kaffihús og fengu þar súkkulaðiköku og heitt kakó.

15.mars fóru svo börn fædd 2011 á kaffihús. Fengu þau vöfflur með rjóma og sultu og heitt kakó.

16.mars átti Marteinn Elí afmæli og varð hann 5 ára gamall. Við óskum honum innilega til hamingju með afmælið.

Sama dag fóru börn fædd 2012 og 2013 einnig á kaffihús og fengu súkkulaðiköku og heitt kakó.

Föstudaginn 18.mars höfðum við hattaball hér í leikskólanum og það vakti mikla lukku.Börnin skemmtu sér afar vel.

23.mars varð Tristan Andri 3 ára og óskum við honum innilega til hamingju með afmælið.

25. mars átti Stefán Kári afmæli og varð hann 6 ára. Við óskum honum einnig innilega til hamingju með afmælið.

29.mars kom Gunnhildur Una til okkar og kvaddi okkur en hún er flutt og er að byrja í nýjum leikskóla. Við óskum henni góðs gengis á nýjum stað og munum við sakna hennar mikið.

Kveðja Lóukonurnar 

Fréttabréf jan. og feb. 2016

Ritað 22.02.2016.

Sæl og blessuð.

Við höfum því miður ekki verið nógu duglegar að skrifa inn fréttir hér á síðunni eða setja inn myndir og hefur það aðallega verið vegna manneklu en við reynum að bæta úr því 

Þann 1.janúar síðastliðinn átti Bjarnveig Sara afmæli og varð hún 5 ára gömul. Við óskum henni innilega til hamingju með daginn. Hún fékk að velja sér disk og glas til að borða með, hún valdi einnig sögu til að hlusta á í hvíldinni sem og lög fyrir söngstund. Skemmtileg breyting þar á afmælum barnanna hér.

Miðvikudaginn 13.janúar kom sögubíllinn og öll börn fædd 2010 og 2011 fóru í bílinn og fengu að heyra skemmtilega sögu og skemmtu þau sér mjög vel.

Bóndakaffi var haldið 15.janúar og var það með eindæmum vel heppnað, einstaklega góð mæting og þökkum við fyrir það.
Börnin föndruðu víkingahatta í tilefni þorra og fóru svo með þá heim eftir bóndakaffið.

Fyrstu vikuna í febrúar var tennverndarvika, við ræddum um tannheilsu við börnin og mikilvægi þess að bursta tennur kvölds og morgna og fá aðstoð foreldra við það. Þau föndruðu einnig tönn og tannbursta sem hangir nú í fataklefanum okkar.

4.febrúar varð Magnús Helgi 3 ára og óskum við honum hjartanlega til hamingju með afmælið. Hann fékk einnig að velja disk og glas og tilheyrandi í tilefni afmælisins.

5.febrúar var afa og ömmu kaffi hér og það heppnaðist mjög vel. Gaman að sjá þá sem komu og þökkum við kærlega fyrir komuna.

Dagur leikskólans var 6.febrúar og í því tilefni settum við upp myndlistasýningu utandyra, það var mjög skemmtilegt verkefni og lífgaði mikið upp á girðinguna umhverfis leikskólann.

18.febrúar verða Hreiðar Ási og Hrannar Ási 6 ára og óskum við þeim til hamingju með það.
Þann 19. feb. buðum við ömmur og mömmur í morgunkaffi í tilefni konudagsins og var virkilega gaman að fá ömmur og mömmur í heimsókn.


Kveðja lóukonur

Fréttabréf sept. og okt.

Ritað 09.10.2015.

Heil og sæl

Þann 14. september fór skólahópur í Þjóðleikhúsið að sjá sýninguna hans Bent og vakti það gífurlega lukku hjá krökkunum.
Við lentum í veseni með strætó en komust heim á endanum eftir langa bið eftir strædó.
Börnin stóðu sig vel að bíða allan þennan tíma sem tók strædó að koma.

Elísabet Hanna varð 4 ára þann 16. september og óskum við henni innilega til hamingju með afmælið.

Þann 19. september varð Max 5 ára og óskum við honum einnig innilega til hamingju með afmælið.

Við gerðum heiðarlega tilraun að byrja hópastarfið þann 21. september en það hefur ekki alveg gengið upp. En við höfum reynt að látið skólahóp fara í hópastarf.

Þann 22. september fórum við í Hörpuna og sáum verkið Ástasagan úr fjöllunum sem Sinfóníusveitin flutti og Egill Ólafsson las söguna. Þetta var mjög skemmtilegt verk og börnin voru mjög sátt við ferðina.
Eftir hádegið fór skólahópur í íþróttahúsið í leikfimi sem verður vikulega í vetur og ekki er annað hægt að sjá en að börnunum finnst þetta skemmtilegt.
Þann 8. oktober átti Leó okkar 3 ára afmæli og óskum við honum innilega til hamingju
Heil og sæl

Þann 14. september fór skólahópur í Þjóðleikhúsið að sjá sýninguna hans Bent og vakti það gífurlega lukku hjá krökkunum.
Við lentum í veseni með strætó en komust heim á endanum eftir langa bið eftir strædó.
Börnin stóðu sig vel að bíða allan þennan tíma sem tók strædó að koma.

Elísabet Hanna varð 4 ára þann 16. september og óskum við henni innilega til hamingju með afmælið.

Þann 19. september varð Max 5 ára og óskum við honum einnig innilega til hamingju með afmælið.

Við gerðum heiðarlega tilraun að byrja hópastarfið þann 21. september en það hefur ekki alveg gengið upp. En við höfum reynt að látið skólahóp fara í hópastarf.

Þann 22. september fórum við í Hörpuna og sáum verkið Ástasagan úr fjöllunum sem Sinfóníusveitin flutti og Egill Ólafsson las söguna. Þetta var mjög skemmtilegt verk og börnin voru mjög sátt við ferðina.
Eftir hádegið fór skólahópur í íþróttahúsið í leikfimi sem verður vikulega í vetur og ekki er annað hægt að sjá en að börnunum finnst þetta skemmtilegt.

Þann 8. oktober átti Leó okkar 3 ára afmæli og óskum við honum innilega til hamingju

Kv. Lóur

 

Fréttabréf í september

Ritað 11.09.2015.

Heil og sæl

Árgangur 2009 er byrjaður í grunnskóla og óskum við þeim velfarnaðar í sínu nýja umhverfi.

Við fengum ótrúlega skemmtilega og hressa krakka frá Þrastalandi og bjóðum við þeim velkomin á Lóuland.
Aðlögunin hefur gengið ótrúlega vel og fengum við hana Bryndísi til okkar í staðin fyrir hana Siggu. (Sigríði Karítas)

Skólatagatalið leikskólans er komið á netið og við mælum með því að prenta það út.

Starfsmenn deildarinnar eru:
Bryndís Óðinsdóttir, Eygló Erlingsdóttir, Iryna Khyznyak og Júlía Sigurðardóttir.

Vikuna 31-4 september vorum við að læra gulu regluna "Að hafa hendur og fætur hjá sér"

Þann 04. september var skólahópi boðið að syngja við afhjúpun listaverksins við Breiðholtslaug og sungu við þrjú lög.

þann 06. september fengum við hann Sölva sem söng og spilaði á gítar fyrir okkur, takk fyrir það Sölvi.

þann 07. september átti Embla Marín afmæli og Elísa Dagrún átti afmæli þann 08. Við óskum þeim innilega til hamingju með 5 ára afmælin.

Vikuna 07-11 september erum við að læra rauðu regluna "Að hlaupa úti og ganga inni".

Föstudaginn 11. september er lokað hjá okkur vegna starfsdags.

Kveðja Lóur

Fréttabréf í júní

Ritað 30.06.2015.

Sæl og blessuð

Hér koma fréttir frá starfinu á Lóulandi 

Þriðjudaginn 2. júní var sameiginleg sumarhátíð leikskólanna þriggja í hverfinu, Hraunborgar, Suðurborgar og Hólaborgar. Við byrjuðum á að fara í skrúðgöngu frá Miðbergi þar sem allir leikskólarnir hittust og þrömmuðu á Hólaborg. Þar beið okkar skemmtun fyrir börnin en þeir dr. Gunni og Friðrik Dór skemmtu með söng. Börnin skemmtu sér vel.

Þann 4. júní átti Ariana 4 ára afmæli og óskum við henni innilega til hamingju með það.

Föstudaginn 5. júní komu krakkar úr Hólabrekkuskóla í heimsókn í útiveruna til okkar. Það var mjög gaman að hitta börnin sem voru hér á Hraunborg og allir skemmtu sér mjög vel saman.

Elma Sóley átti afmæli þann 15. júní og óskum henni til hamingju með 4. ára afmælið.

Vikuna 22.-26. júní er íþróttavika á Hraunborg. Þar hefur meðal annars verið í boði fótbolti, handbolti, boðhlaup, pokahlaup, limbó og fleira. Mjög skemmtilegt og fengu öll börnin verðlaunapening að lokinni íþróttaviku.

Þriðjudaginn 23. júní fóru elstu tveir hóparnir í göngutúr niður að stíflu, drukku og fóru í leiki þar og tóku svo strætó heim. Þetta var hið mesta ævintýri og skemmtu þau sér vel.

Miðvikudaginn 24. júní fórum við að sjá brúðubílinn, það var góð skemmtun að vanda.

Föstudaginn 26. júní var sumarhátíð hjá okkur. Foreldrafélagið fékk tvo hoppukastala vöktu mikila gleði hjá börnunum. Við grilluðum pylsur og fengum frostpinna í eftirrétt og vorum dugleg að leika okkur úti;)