Spóaland

Á Spóalandi eru 26 börn á aldrinum 2 - 5 ára. 
Leikurinn er kennslutæki okkar í leikskóla og á honum grundvallast allt starf skólans. Hann má flokka í fjóra aðalflokka, (skynfæra og hreyfileik, sköpunar og byggingaleik, hlutverka og ímyndunarleik og regluleik) eftir inntaki leikjanna  og uppeldis og menntunargildi þeirra.

Við leggjum áherslu á að barn sé ávallt í návist starfsmanns í leik sínum en ekki eftirlitslaust. Starfsmaður er til staðar til að örva leikinn, grípa inn í, leiðbeina, veita öryggi og taka þátt í leiknum, allt eftir aðstæðum hverju sinni.

Valkerfi
Valkerfi okkar er að mestu leyti grundvallað á kenningum Piaget. Valið er rammi utan um frjálsan leik.
Með því er tvíþættur tilgangur annars vegar að bjóða uppá fjölbreytilegan efnivið, nýta vel búnað leikskólans og rými fyrir frjálsa leikinn. Hins vegar að efla sjálfstæði og öryggi barnanna með því að leyfa þeim að velja sér leiksvæði sjálf. Val er alla daga vikunnar. Svæðum  deildarinnr er skipt í sex vinnusvæði. Hvert svæði hefur ákveðin markmið og þar má einungis vera fyrir fram ákveðinn fjöldi barna. Valið byrjar alltaf með valfundi og því lýkur með tiltekt. Á valsvæðunum er starfsmaður ævinlega nálægur.

pdfValsvæði
 
Hópastarf
Í hópastarfi á er unnið með þema. Með þema er átt við að börn og hópstjóri sameinist um að vinna að ákveðnu viðfangsefni  á fjölbreyttan hátt. Viðfangsefni þemavinnunnar er í raun hrynjandi lífsins, þ.e.a.s. ég sjálfur, fjölskyldan, umhverfið, árstíðir, umferðin, vinátta, litir, fjöldi, form, hátíðir og ýmsir merkisdagar.

Sami starfsmaður (kallaður hópstjóri) fylgir sama barnahópnum allan veturinn. Hópurinn hittist tvisvar í viku (í: hópastarfi og hreyfistund).