Fréttir frá Spóalandi

Október fréttir

Ritað 11.10.2016.

 

10. október 2016

Hópastarfið er byrjað og börnunum er skipt í fjóra hópa. Hópastarfið byrjar klukkan níu og þess vegna er mjög gott að börnin séu mætt fyrir þann tíma.

Við unnum með hljóðið M í síðustu viku og vinnum með B núna. Orð vikunnar er „að byrsta sig“.

Hóparnir fóru í vettvangsferð og leituðu að „M“ í umhverfinu okkar. Einnig skoðuðum við haustliti í dalnum. Myndir úr þessum ferðum er hægt að skoða á heimasíðunni okkar.

Á þriðjudaginn fóru skólabörnin í Þjóðleikhúsið að sjá brúðusýningu eftir Bernd Ogrodnik.

Karen Heiða varð 3ja ára á miðvikudaginn og óskum við henni innilega til hamingju með afmælið.

Þemavinnan þessa dagana er vinátta.

Slökkvilið mun heimsækja elstu börnin á fimmtudaginn kl. 13 í næstu viku.

það er gul vika núna og við erum að læra um gula regluna: Við höfum hendur og fætur hjá okkur.

September fréttir

Ritað 22.09.2016.

22. September 2016

Enn ein vika eftir og september fer bara alveg að vera búinn.

Það er búið að opna allan garðinn og við erum mjög ánægð með breytingarnar.

13. september átti Sara Ósk afmæli og varð 4 ára. Við óskum henni innilega til hamingju með daginn sinn.

19. september fóru skólastrákar á bókasafnið með skólahópnum á Lóulandi. Þar fengu börnin fræðslu um hvernig á að umgangast bækur.

Á miðvikudögum milli kl. 9 og 10 koma alltaf tveir nemendur frá Hólabrekkuskóla á Spóland. Þær heita Anela Anna og Dina. Þær taka þátt í starfinu okkar.

Emil Nói frá Þrastalandi er kominn til okkar og við bjóðum hann hjartanlega velkominn á Spóalandi.

Jóhannes Leite og Daniels hættu á Spóalandi vegna flutninga.

Á morgun á Emma Rakal afmæli og verður 4 ára.

Í næstu viku fara stelpur (árg. 2012) á bókasafnið.

3. október byrjar hópastarfið á Spóalandi.

7. september 2016

Ritað 07.09.2016.

 

Hér koma smá fréttir frá ágúst og byrjun september. Við höfum fengið ný börn frá Þrastalandi til okkar. Það eru Atlas Logi, Daniels, Guðrún Álaug, Guðrún Lovísa, Haukur Darri, Jóhannes, Karen Heiða, Eydís Jónína og Ingifinna Glódís.

Anna Amelia og Kacper Robert fóru á Lóuland og Marteinn Elí og Kristinn Örn komu frá Lóulandi til okkar. Þannig að það eru einungis strákar í skólahópi í vetur á Spóalandi.

Nanna Dís byrjaði hjá okkur eftir sumarfrí. Aðlögun nýrra barna hafur gengið rosalega vel.

Fyrstu vikurnar eftir sumarfrí vorum við mikið í Þrastagarðinum en í síðustu viku var búið að opna fyrir part af stóra garðinum okkar (sandkassa og rólur) og börnunum finnst mjög gaman að leika þar. Við bíðum spennt eftir að garðurinn verði alveg tilbúinn.

Hópastarf byrjar ekki fyrr en í október en það er margt skemmtilegt á dagskrá í september líka.

Það er föstudagsfjör kl. 10 fyrir tvo elstu árgangarnir alltaf síðasta föstudag í mánuði. Þá eru saman allar stelpur og svo allir strákar frá Spóalandi og Lóulandi.

Tveir elstu árgangarnir fara á bókasafnið á námskeið þar sem verður fræðsla um hvernig á að umgangast bækur. Elstu börnin fara 19. og næstelstu 28. september.

Litavikurnar byrja 19. september. Þá verður unnið með fimm einfaldar reglur með börnunum. Þetta eru reglur til að koma í veg fyrir árekstra milli barnanna og til að auðveldara sé að halda vinnufrið í leikskólanum.

Reglurnar eru:
Bláa reglan – Kennarar ráða

Fjólubláa reglan – Við erum vinir

Græna reglan – Inni röddin

Gula reglan – Við höfum hendur og fætur hjá okkur

Rauða reglan – Við göngum inni

Það hafa verið líka starfsmannabreytingar á Spóalandi. Katarína hefur tekið við deildarstjórastöðu og Sigga verður áfram aðstoðaleikskólastjóri og sérkennslustjóri á Hraunborg.

Einnig minnum við á að leikskólinn lokar 16. september vegna skipulagsdags.

Apríl - maí fréttir

Ritað 24.05.2016.

Þegar að það er gaman í leikskólanum þá líður tíminn hratt og sú er nú aldeilis búin að vera raunin hjá okkur Wink

Í byrjun apríl fóru fram foreldraviðtöl á Spóalandi og gengu þau vel fyrir sig. Þó eru nokkrir sem ennþá eiga eftir að koma í viðtal og björgum við því fljótlega. Þann 8.apríl komu íþróttaálfurinn og Solla stirða í heimsókn hingað í leikskólann (í boði foreldrafélagsins), börnin voru hreinlega með stjörnur í augunum á meðan þau voru hérna. Allir skemmtu sér mjög vel.

Föstudaginn 15.apríl fór fram hópmyndataka af börnunum og var gaman að sjá hversu mörg börn komu spariklædd þenna dag. Öll börnin stóðu sig mjög vel í myndatökunni.

Mánudaginn 18.apríl var opnun myndlistarsýningarinnar í Hólagarði, við það tilefni sungu elstu börnin nokkur lög ásamt jafnöldrum sínum úr Suðurborg og Hólaborg.

Þriðjudaginn 19.apríl var komið að stóru stundinni sem elstu börnin voru búin að bíða eftir í langan tíma, við vorum að fara í Hörpuna að syngja ásamt fullt, fullt, fullt af öðrum leikskólabörnum. Að vanda stóðu okkar börn sig mjög vel.

Vikuna 25.-29. apríl voru við með umhverfisviku. Við tókum þátt með því að fara um nærumhverfi okkar og tína rusl.

Elstu börin fóru síðan í skólaheimsókn þann 29. apríl og voru að æfa sig að vera í kennslustund.

Afmælisbörn apríl mánaðar voru;

1. apríl varð Katrín Sara 4ra ára

12. apríl varð Áslaug María 4ra ára

Þegar maí mánuður hefst þá léttist lundinn í takt við betra veður, börnin geta lagt kuldagallanum og allt verður einhvern veginn mikið léttara.

Miðvikudaginn 4.maí kom umferðaskólinn í heimsókn til elstu barnanna. Þar fengu þau að horfa á myndband um Felix og dýrin. Í lokin fengu þau svo litabók sem þau máttu taka með sér heim.

Þriðjudaginn 10.maí fóru elstu börnin út í kirkju og sungu lögin sem þau voru búin að læra fyrir barnamenningarhátíðina fyrir eldri borgara. Stóðu sig að vanda mjög vel.

Maí mánuður er búinn að fara að miklu leyti í það að klára það sem þarf að klára í hópastarfinu og svo að undirbúa opna húsið sem var föstudaginn 20.maí. Viljum við nota tækifærið og þakka ykkur kærlega fyrir frábæra mætinug. Á opna húsinu stóð foreldrum til boða að kaupa 5 tækifæriskort eftir sitt barn á 500kr, þeir sem misstu af þessu geta haft samband við starfsfólk.

Miðvikudaginn 25.maí er svo komið að útskriftarferð elstu barnanna.

Föstudaginn 27.maí er svo skipulagsdagur og þann dag er leikskólinn lokaður.

 

Framundan er útskrift elstu barnanna og svo ætlum við að njóta lífsins og vera mikið úti að leika.

Mars fréttir

Ritað 21.03.2016.

Tíminn líður aldeilis hratt hér í leikskólanum, nýbúið að skrifa fréttir um janúar og febrúar og nú koma fréttir úr mars mánuði Wink 

Mars mánuður hófst á þriðjudegi að þessu sinni, strax föstudaginn 4.mars var dótadagur hér hjá okkur í leikskólanum og heppnaðist hann mjög vel. Þann 7.mars var svo skipulagsdagur hér í leikskólanum. Í mars hafa öll börnin farið á kaffíhúsið í Gerðubergi í boði foreldrafélagsins og hafa þessar ferðir heppnast mjög vel. Við höfum nýtt tækifærið og sumir hópar kíkt á skrímslasýninguna og á meðan aðrir hafa kíkt á bókasafnið og átt notalega stund þar. 

Föstudaginn 11. mars vorum við með stelpu- og strákafjör hér á tveimur eldri deildunum og fer það þannig fram að stelpurnar eru á annarri deildinni á meðan strákarnir eru á hinni. Þetta þykir börnunum mjög skemmtilegt og er þetta gott tækifæri fyrir börnin að kynnast betur sín á milli og einnig að starfsfólkið kynnist börnunum betur.

Eins og flestir vita eru páskarnir á næsta leyti og því hefur hópastarfið þennan mánuðinn einkennst af undirbúningi fyrir þá. Síðast liðinn föstudag þá fóru börnin heim með páskaföndrið sitt og voru þau mjög stolt af sjálfum sér Wink

Þann 31.mars er síðasti dagurinn hans Daníels hérna í Hraunborg, við viljum óska honum velfarnaðar í framtíðinni.

Afmælisbörn mars-mánaðar eru;

18 Rökkvi Sólberg 6 ára

19 Natalie Tara 3ja ára

24 Egill Orri 6 ára

28 Elísabet María 3ja ára

Það sem er framundan hjá okkur í apríl er að í byrjun apríl verða foreldraviðtöl hér á Spóalandi og mun verða hengt upp skráningarblað þar sem þið foreldrar skráið ykkur á þann tíma sem hentar ykkur.

Þann 1.apríl mun hún Katarina hefja störf hér á Hraunborg og mun hún vera á Spóalandi. Við viljum nota tækifærið og bjóða hana hjartanlega velkomna til starfa.

Föstudaginn 8.apríl munu Íþróttaálfurinn og Solla stirða koma í heimsókn kl 10 og skemmta börnunum, þessi viðburður er í boði foreldrafélagsins.

Þann 18. apríl verður opnun myndlistarsýningarinnar í Hólagarði.

19. apríl verður opnun barnamenningarhátíðarinn í Hörpu þar sem elstu börnin í leikskólanum munu mæta og syngja.

21. apríl er sumardagurinn fyrsti og leikskólainn því lokaður.

25.-28. apríl er svo umhverfisvika.

 

Kær kveðja, starfsfólk Spóalands.