Komið þið sæl

Ritað 23. Mars 2015.


palsK1 03 link SandW 01Þann 6. mars var skólahóp boðið á skemmtun í Hólabrekkuskóla en við sáum okkur ekki fært að mæta vegna veðurs.

Skólahópur hefur verið í Pals hjá Halldóru sérkennslustjóra. Hún reynir að taka hópinn þrisvar í viku. PALS er lestrarkennsluaðferð sem byggir upp færni nemenda í lestri og lesskilningi með æfingum sem þeir vinna í 35 til 45 mínútur í senn, þrisvar sinnum í viku. Nemendur vinna saman í pörum og aðstoða hvorn annan við að bæta lesturinn. Kennarinn fylgist með pörunum og aðstoðar þau eftir þörfum.
Skólahópur fékk að fara í íþróttahúsið síðasta fimmtudag og vakti það mikla gleði hjá hópnum. Það stóðu sig allir mjög vel í að fara eftir leiðbeiningum leikfimiskennarans, honum Ómari.
Við vorum með Hattaball í salnum og skemmtum við okkur mjög vel.