Janúar og febrúar fréttir

Ritað 29. Febrúar 2016.

Janúar hófst frekar rólega hjá okkur, mikið myrkur úti og reyndum við að hafa það sem notalegast inni. Við fórum út þegar hægt var en veðrið var svolítið að stríða okkur. Útiveran var eftir hádegi til þess að nýta birtuna sem best. Í 2.viku hófum við hópastarf að nýju og voru allir fegnir því að komast aftur í rútínuna eftir löng og góð jól. 

Þann 13. janúar fóru börnin sem fædd eru árin 2010 og 2011 í sögubílinn Æringja og hlustuðu á sögur í bílnum. Bíllinn kom hingað í leikskólann og börnin fóru ca 8 í hóp í bílinn og hlutstuðu á lifandi frásögn. 

Í viku 3 undirbjuggum við Þorrann, börnin útbjuggu víkingahjálma sem þau voru með á bóndadaginn. Í tilefni Bóndadagsins þá buðum við öllum bóndum í morgunmat og kaffi. Gaman var hvað margir sáu sér fært um að mæta og vera með börnunum þennan morgun. Í hádeginu þennan dag gafst börnunum svo tækifæri á að smakka hin ýmsa mat og voru viðbröðg þeirra misjöfn. 

Hópastarfið hélt áfram þar sem unnin voru hin ýmsu verkefni. Í lok 5.viku þá var ömmu- og afakaffi í leikskólanum í tilefni af stóra leikskóladeginum sem haldin var hátíðlegur laugardaginn 6.febrúar.

Í 7.viku var svo komið að því að bjóða öllum konum í morgunkaffi og er skemmst frá því að segja að það var frábær mæting. Reyndar þá viku hafði verið að vanta milli 8-10 börn á dag vegna veikinda. 

Við hófum undirbúning fyrir páskana í viku 8, þar sem við byrjuðum aðeins á páskaföndrinu. Við viljum nota tækifærið og þakka ykkur kærlega fyrir skjót viðbrögð við mjólkurfernunum Laughing

Barnamenningarhátíðin verður þann 19.apríl og er búið að semja nýtt verk fyrir elstu börnin í leikskólunum sem heitir, Hú, Hæ vindur þýtur og er eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Við erum búin að vera mjög dugleg að æfa okkur en betur má ef duga skal.

4.mars næstkomandi verður dótadagur hér í leikskólanum. Muna að koma með þannig dót að það passi í hólf barnanna og stríðsleikföng eru óvelkomin í leikskólann.

7. mars er svo leikskólinn lokaður vegna skipulagsdags.

Í 11.viku ætlum við svo að vera með fjölþjóðaviku.

Föstudaginn 18.mars er svo hattadagur hér í leikskólanum, þá mega allir koma með hatt í leikskólann.

Sem sagt það er búið að vera nóg um að vera hjá okkur og það er mikið framundan.

Í lokin er gaman að segja frá því að afmælisbörn í janúar voru;

Kacper Robert sem varð 4ra ára

Kristín Birna sem varð 6 ára

Kristín Helga sem varð 6 ára

Afmælisbarn febrúar mánaðar var;

Tristan Freyr sem varð 6 ára.

 

Kær kveðja frá öllum á Spóalandi.