Fréttir frá Spóalandi

Janúar og febrúar fréttir

Ritað 29.02.2016.

Janúar hófst frekar rólega hjá okkur, mikið myrkur úti og reyndum við að hafa það sem notalegast inni. Við fórum út þegar hægt var en veðrið var svolítið að stríða okkur. Útiveran var eftir hádegi til þess að nýta birtuna sem best. Í 2.viku hófum við hópastarf að nýju og voru allir fegnir því að komast aftur í rútínuna eftir löng og góð jól. 

Þann 13. janúar fóru börnin sem fædd eru árin 2010 og 2011 í sögubílinn Æringja og hlustuðu á sögur í bílnum. Bíllinn kom hingað í leikskólann og börnin fóru ca 8 í hóp í bílinn og hlutstuðu á lifandi frásögn. 

Í viku 3 undirbjuggum við Þorrann, börnin útbjuggu víkingahjálma sem þau voru með á bóndadaginn. Í tilefni Bóndadagsins þá buðum við öllum bóndum í morgunmat og kaffi. Gaman var hvað margir sáu sér fært um að mæta og vera með börnunum þennan morgun. Í hádeginu þennan dag gafst börnunum svo tækifæri á að smakka hin ýmsa mat og voru viðbröðg þeirra misjöfn. 

Hópastarfið hélt áfram þar sem unnin voru hin ýmsu verkefni. Í lok 5.viku þá var ömmu- og afakaffi í leikskólanum í tilefni af stóra leikskóladeginum sem haldin var hátíðlegur laugardaginn 6.febrúar.

Í 7.viku var svo komið að því að bjóða öllum konum í morgunkaffi og er skemmst frá því að segja að það var frábær mæting. Reyndar þá viku hafði verið að vanta milli 8-10 börn á dag vegna veikinda. 

Við hófum undirbúning fyrir páskana í viku 8, þar sem við byrjuðum aðeins á páskaföndrinu. Við viljum nota tækifærið og þakka ykkur kærlega fyrir skjót viðbrögð við mjólkurfernunum Laughing

Barnamenningarhátíðin verður þann 19.apríl og er búið að semja nýtt verk fyrir elstu börnin í leikskólunum sem heitir, Hú, Hæ vindur þýtur og er eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Við erum búin að vera mjög dugleg að æfa okkur en betur má ef duga skal.

4.mars næstkomandi verður dótadagur hér í leikskólanum. Muna að koma með þannig dót að það passi í hólf barnanna og stríðsleikföng eru óvelkomin í leikskólann.

7. mars er svo leikskólinn lokaður vegna skipulagsdags.

Í 11.viku ætlum við svo að vera með fjölþjóðaviku.

Föstudaginn 18.mars er svo hattadagur hér í leikskólanum, þá mega allir koma með hatt í leikskólann.

Sem sagt það er búið að vera nóg um að vera hjá okkur og það er mikið framundan.

Í lokin er gaman að segja frá því að afmælisbörn í janúar voru;

Kacper Robert sem varð 4ra ára

Kristín Birna sem varð 6 ára

Kristín Helga sem varð 6 ára

Afmælisbarn febrúar mánaðar var;

Tristan Freyr sem varð 6 ára.

 

Kær kveðja frá öllum á Spóalandi.

Komið þið sæl

Ritað 23.03.2015.


palsK1 03 link SandW 01Þann 6. mars var skólahóp boðið á skemmtun í Hólabrekkuskóla en við sáum okkur ekki fært að mæta vegna veðurs.

Skólahópur hefur verið í Pals hjá Halldóru sérkennslustjóra. Hún reynir að taka hópinn þrisvar í viku. PALS er lestrarkennsluaðferð sem byggir upp færni nemenda í lestri og lesskilningi með æfingum sem þeir vinna í 35 til 45 mínútur í senn, þrisvar sinnum í viku. Nemendur vinna saman í pörum og aðstoða hvorn annan við að bæta lesturinn. Kennarinn fylgist með pörunum og aðstoðar þau eftir þörfum.
Skólahópur fékk að fara í íþróttahúsið síðasta fimmtudag og vakti það mikla gleði hjá hópnum. Það stóðu sig allir mjög vel í að fara eftir leiðbeiningum leikfimiskennarans, honum Ómari.
Við vorum með Hattaball í salnum og skemmtum við okkur mjög vel.

Veikindaleyfi

Ritað 28.11.2014.

Kitta deildarstjóri Spóalands fer í veikindafrí frá og með mánudeginum 1. desember. Oksana verður í forsvari fyrir deildina á meðan og biðjum við foreldra og forráðamenn að leita til hennar ef það koma upp einhver málefni varðandi starfið eða börnin.

Kveðja stjórnendur

Fréttir

Ritað 22.10.2014.

Sælt veri fólkið.

 

Síðasta vika var mjög viðburðarrík og skemmtileg. Helena frá Náttúruskólanum
fór með hópunum í útikennslu. 083 SmallÞó eiga Blái hópur og Þrastaland eftir að fara. Þetta var mjög skemmtilegt og fróðlegt. Hún kenndi okkur hvernig mætti útfæra leiki á ýmsa vegu í útikennslunni.


Slökkviliðið kom og heimsótti skólahóp. Það var farið yfir helstu atriði brunavarna og börnin sáu reykköfunarbúning. Mörgum leist ekkert á súrefnisgrímuna en það var enginn hræddur. Við fengum vesti fyrir þá sem sinni eftirliti og möppu þar sem börnin í skólahóp munu skiptast á að fara í eftirlitsferðir með kennara í leikskólanum. Við munum athuga hvort útgönguljósin séu í lagi, hvort eldvarnarhurðir virki og margt fleira. Eftir að börnin fengu að skoða brunabílinn úti á bílastæðinu þá fengu þau öll litabók, liti og möppu til að taka með sér heim og fara yfir brunavarnir heimilisins.

Bleiki dagurinn fór ekki fram hjá neinum sem mættu í leikskólann. Margir voru mjög hugmyndaríkir í útfærslu á bleika litnum. Bleik gleraugu, klútar, hárbönd og spennur voru meðal þeirra hluta sem börnin notuðu og skiptir engu hvort um dreng eða stúlku var að ræða.

Þann 28. Október fara fram foreldraviðtöl fyrir foreldra nýju barnanna á Spóalandi. Það eru foreldrar barnanna sem voru á Þrastalandi og þau sem eru að koma af öðrum leikskólum. Það verður farið yfir aðlögunina, hópastarf og dagskipulag svo eitthvað sé nefnt.

 

115 SmallDagbjört Ásgeirsdóttir kom og las fyrir öll börnin á Spóalandi og Lóulandi og Þrastalandi, börnunum var aldurskipt og blandað á milli deilda. Gummi fer á veiðar, Dvergurinn úrilli og Gummi fer í fjöruferð eru þær bækur sem hún hefur nýverið gefið út. Hún las úr þeim og um leið taka þátt í lestrarátaki Reykjavíkurborgar. Við höfðum mjög gaman af þessu enda líka eru góðar bækur og skemmtilegur lestur gulls ígildi.

Vikufréttir

Ritað 09.10.2014.

Sælt veri fólkið


Undanfarið hafa verið nokkrar breytingar á barnahópnum Spóalandi. Við kvöddum Rökkva Sólberg og Myeishu Sóley um síðustu mánaðamót og þökkum þeim kærlega fyrir samveruna. Nýr drengur er byrjaður hjá okkur, hann heitir Evan Hrafn, og verður í hóp hjá Fjollu.

Í hópastarfi er haustþema er lokið og vináttuþema hafið og þá munu börnin Spóaland 282 800x450 640x360
ræða og vinna með hugtakið ,,vinátta" í hópunum.

Þann 16. október kemur slökkviliðið og heimsækir Gulahóp (skólahóp). Þau fá að skoða slökkvibílinn og fá fræðslu um brunavarnir. Svo verður þessari heimsókn fylgt eftir með því að tvö börn munu fara um leikskólann og athuga með brunavarnir.


Spóaland 275Við fáum Helenu frá Náttúruskólanum í heimsókn í næstu viku. Hún fer með hópunum í útikennslu, leiðbeinir og ætlar að gefa okkur skemmtilegar hugmyndir til að vinna með.

Hljómpróf-2 eru tekin af elstu börnum (í skólahópum Lóulands og Spóalands) leikskólans á haustin og eru við byrjuð á þeim. Hægt er að lesa meira um prófið á forsíðunni.

Vegna þrengsla í fataklefa viljum við biðja foreldra um að geyma allt það sem ekki er notað í leikskólanum (kerrur, línuskauta og þess háttar hluti) heima við. Við getum því miður ekki geymt þetta í leikskólanum vegna bæði plássleysis og slysahættu. Einnig viljum við biðja ykkur að skoða töskurnar sem eru í leikskólanum, stórar töskur sem standa út af hillu eru hættulegar því þær geta dottið niður.