Fréttir frá Þrastalandi

22 Desember

Ritað 22.12.2016.

Kæru börn og foreldrar við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsaldar á komandi ári.

Þökkum gott samstarf og samveru á árinu sem er að líða.

Hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári.

Þrastakonur

7.desember

Ritað 07.12.2016.

Hæhæ senn líður að jólum og er nóg að gera hér hjá okkur í leikskólanum. Við erum búin að vera að föndra jólagjafir handa mömmu og pabba :) og svo erum við núna í jólaföndri. Við reynum að hafa desember rólegan, hópastarfið fellur niður og erum við meira að föndra og hafa rólegt í kringum okkur.
Við erum að fara í Kirkju fimmtudaginn 8. des kl 10. Við förum í Fella og Hólakirkju og eigum þar notalega stund, syngjum jólalög, fáum piparkökur og eigum notarlega stund í kirkjunni okkar.
Þann 16.des er sannkallaður jóladagur hjá okkur :) Það er jólaball, jólamatur í hádeginu og jólakökur í kaffinu :) Við eigum von á að einn af jólasveinunum komi í heimsókn til okkar og taki jafnvel pokann sinn með sér ;)
Þann 19.des er jólaleikrit í boði foreldrafélagsins það heitir Hvar er Stekkjastaur.
Við erum líka að gera könnun um mætingu barnanna um jólin endilega skráið sem fyrst ef börnin ykkar verða í einhverju fríi um jólinn.
Hafið það gott
Þrastakonur :)

Fréttir 18. okt

Ritað 18.10.2016.

Hæhæ
Núna er vetrarstarfið komið á fullt skrið og gengur bara ágætlega. Við erum í skipulögðu starfi alla daga vikunar kl 9 og ef börnin eru ekki komin þá er ekki bætt upp. Þessa viku erum við með umferðarþema og erum að vinna umferðarverkefni. Við erum líka að vinna að því að við erum öll vinir og að vera góð við hvort annnað.
Annars erum við búin að vera að kynnast og hafa gaman :)
Við fáum 18 barnið á deildina núna 1. nóvember það er hann Olatius Daniel og hann verður 2ja ár í mars. Við bjóðum hann velkominn.

Fréttir 4.okt 2016

Ritað 04.10.2016.

Hæhæ og velkomin til okkar á Þrastaland. Til að byrja með í vetur verðum við með 17 börn og við verðum 4. Það er Alda leikskólakennari með deildarstjórn, Iryna grunnskólakennari, Elín leikskólaleiðbeinandi og Svala leikskólaliði. Börnin hjá okkur eru fædd seinnipart árs 2014 og svo árið 2015. Við verðum með hefðbundið starf í vetur en bætum læsi við og ætlum að fylgja eftir öllum leikskólanum í því.
Aðlaganir eru langt komnar og hafa gengið ágætlega og er að koma smá ró yfir deildina og allt að fara í fastar skorður.
Það voru nokkur afmæli í september þann 8. varð Guðrún Salka 1 árs, 10. varð Sólveig Kara 2 ára og 21. varð Natalie Lita 2 ára. Við óskum þeim innilega til hamingju 
Í þessari viku eða 3. október þá byrjum á hópastarfinu og þá er mikilvægt að börnin séu mætt fyrir kl 9:00 því skipulagða starfið byrjar þá. Ef börnin eru ekki komin þá missa þau af starfinu og það er ekki bætt upp.
Í október á Sólveig Shanika afmæli eða þann 2. og verður hún 2 ára. Við óskum henni innilega til hamingju.

12. Febrúar

Ritað 12.02.2016.

Halló
Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur undanfarið. Við héldum upp á bóndadaginn í janúar og svo buðum við ömmu og afa í kaffi 5. febrúar í tilefni af degi leikskólans sem er 6. febrúar. Við hengdum líka upp verk eftir börnin á girðinguna meðfram leikskólanum og leyfðum þeim að hanga uppi yfir helgina.
Bolludagur, Sprengidagur og Öskudagur voru líka haldnir hátíðlegir hér í leikskólanum og var toppurinn þegar Kötturinn var sleginn úr tunnunni á Öskudagsballinu 
Birkir Leó hætti hjá okkur núna í Janúar þar sem hann flutti í Kópavog og fór því í leikskóla þar.
Gunnar er svo að hætta hjá okkur um mánaðarmótin Febrúar/Mars þar sem hann ætlar að flytja í sveitina sína.
Í næstu viku verða 2 breytingar á matseðli þar sem starfsfólk verður í fríi og er sú fyrri á mánudag en þá verður skyr og brauð með eggjum og svo á föstudaginn verður grænmetisbuff.
Föstudaginn 19.Febrúar verður svo Konudagskaffi hjá okkur. Þá verður konum boðið að koma og fá sér hafragraut og kaffi með okkur  Vonandi sjáum við sem flestar konur 
Hafið það gott
Góða helgi
Þrastalandskonur