12.maí

Ritað 12. Maí 2015.

Hæhæ
Opna húsið var núna síðasta föstudag og var þá sýning á verkum barnanna eftir veturinn. Það var mjög gaman hversu margir sáu sér fært að mæta 
Núna þegar sumarið er komið má fara að koma með sólarvörn fyrir börnin. Við ætlumst til þess að foreldrar beri á börnin áður en komið er með þau í leikskólann og svo séu þau með sólarvörn í hólfinu sínu og við berum á þau áður en þau fara út eftir hádegi.
Eins má fara að koma líka með léttari fatnað eins og t.d flíspeysu og buff.
Annars fer hópastarfið að detta niður núna og verðum við þá meira úti í sumar 

Kveðja

Þrastaland