19. Október

Ritað 19. Október 2015.

Hæhæ
Haustið hefur farið hægt af stað. Við vorum að klára að aðlaga börnin inn :) Staðan hjá okkur er að það eru 18 börn hjá okkur og þar af eru 10 strákar og 8 stelpur. Starfsmenn Þrastalands eru Alda, Svala, Elín og Særún
Við byrjuðum hópastarfið í dag og gekk það alveg ágætlega.
Þessa viku er eldvarnarvika hjá okkur og þá ætlum við fræða börnin um eldvarnir og hafa brunaæfingu. Næstkomandi föstudag 23.okt er grænn dagur. Grænn er litur Kabuki heilkennisins og er 23. okt dagur Kabuki heilkennisins. Við hér á Hraunborg erum með eitt barn með þetta heilkenni og ætlum því að hafa grænan dag. Gaman væri ef allir kæmu í einhverju grænu eða með eitthvað grænt :)