Fréttir

Ritað 8. Desember 2015.

Hæhæ
Núna er skipulagt starf dottið niður og eru börnin að gera jólagjöf fyrir mömmu og pabba :) Við reynum að hafa rólegt í desember og að það sé ekki mikið jólastress hér í leikskólanum :)

Næsta fimmtudag 10.des þá förum við í Fella og Hólakirkju og eigum þar notalega stund saman, syngjum jólalög og fáum smákökur og djús :)
Aðfaranótt laugardagsins 12.des fara svo jólasveinarnir að koma til byggða og er það Stekkjastaur sem kemur fyrstur.
Föstudaginn 18. des er svo jólamatur barnanna og jólaballið. Jólaballið er haldið í salnum okkar og jólasveininn ætlar væntanlega að láta sjá sig með eitthvað í pokahorninu.
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Vonum að þið hafið það sem allra best á nýju ári :)
Jólakveðja
Starfsfólk Þrastalands