Fréttir frá Þrastalandi

Fréttir 12. desember

Ritað 12.12.2014.

Hæhæ

Undanfarið erum við búin að vera að jólastússast. Við fórum í kirkju í gær og svo í næstu viku eða miðvikudaginn 17. des er jólaball og jólamatur hjá okkur.  Við vonumst til að Sveinki láti sjá sig þá J

Við viljum minna alla á að vera vakandi fyrir því að börnin séu með allt með sér í tösku. Þar þurfa að vera auka föt, kuldagalli, regngalli og svo hlý föt. Nauðsynlegt er að hafa ca 2 -3 pör af vettlingum þar sem þeir blotna og þá vilja börnin gjarnan skipta og eins erum við oftast að fara út 2 á dag. Ef það vantar eitthvað í tösku þá hringjum við í foreldra og biðjum um að komið sé með það sem vantar og barninu er þá haldið inni og missir barnið af útivist.

Mánudaginn 15. des kemur til okkar barn í aðlögun. Hún heitir Natalía Tara. Við bjóðum hana velkomna.

Jólasveinarnir eru að koma til byggða og komsá fyrsti Stekkjastaur til byggða síðustu nótt.

Röðunin á þeim er:

Stekkjastaur 12. des

Giljagaur 13. des

Stúfur 14.des

Þvörusleikir 15.des

Pottaskefill 16.des

Askasleikir 17.des

Hurðaskellir 18.des

Skyrgámur 19.des

Bjúgnakrækir 20.des

Gluggagægir 21.des

Gáttaþefur 22.des

Ketkrókur 23.des

Kertasníkir 24.des

 

Eins erum við að syngja jólalögin og eru það m.a :

Í skóginum stóð kofi einn

Aðventusöngur

Jólasveinar ganga um gólf

Jólasveinar einn og átta

Adam átti syni sjö

 

Góða helgi og hafið það gott

Kveðja

Þrastaland

Fréttir í desember

Ritað 05.12.2014.

Hæhæ

Síðasta vika var fjölbreytt, það er mikið kvef og hósti í gangi hjá okkur á Þrastalandi. Við erum í jólaundirbúningi núna og erum byrjuð að syngja jólalög og erum á fullu að æfa okkur fyrir jólaballið sem verður haldið 17. desember ásamt jólamat barnanna. 11. desember er kirkjuferð þar sem við förum í Fella- og Hólakirkju og eigum notalega stund og syngjum saman jólalög.

Helstu jólalögin sem við erum að syngja eru:

Jólasveinar ganga um gólf
Jólasveinar einn og átta
Adam átti syni sjö

Hafið það gott,

kveðja Þrastaland

Vikufréttir 21. nóvember

Ritað 21.11.2014.

Hæhæ
Mánuðurinn er búin að vera viðburðarríkur Smile. Föstudaginn 7. nóv. fórum við í skrúðgöngu gegn einelti með Hólabrekkuskóla, Suðurborg og Hólaborg. Það var rosalega gaman.


Það er búið að vera fámennt hjá okkur þar sem það hafa verið mikil veikindi og er m.a. Gin og klaufaveiki í gangi.

30 ára afmæli Hraunborgar var miðvikudaginn 12.nóv og var leiksýning í salnum fyrir hádegi og var foreldrum boðið í kaffi eftir hádegi. Það var rosalega gaman hversu margir sáu sér fært að koma.

Síðasta föstudag komu strákar frá Hólabrekkuskóla og lásu fyrir okkur í tilefni af degi Íslenskrar tungu sem var á sunnudaginn. Það er gaman að það var Róbert bróðir Katrínar Söru sem kom og las fyrir okkur.

Á mánudaginn var svo lokað vegna skipulagsdags og vorum við á fyrirlestrum með Suðurborg og Hólaborg fyrir hádegi en fórum svo í Sorpu eftir hádegi þar sem við stefnum nú á að taka upp Græn skref í starfi Reykjavíkurborgar.

Elísabet Una er að kvaddi okkur á föstudaginn. Hún er að fara í nýjan leikskóla. Við þökkum henni samveruna hér á Þrastalandi og óskum henni góðs gengis.

Í þessari viku vorum við aðeins að huga að jólunum og við erum
einnig byrjuð að æfa jólalögin til að geta IMGP0912 Smallsungið þau hástöfum á jólaballinu. Í gær var svo vasaljósadagur og börnin skemmtu sér konunglega Smile

Góða helgi
Þrastaskvísur Smile

Vikufréttir 7. nóvember

Ritað 07.11.2014.

Hæhæ

Alþjóðlegi bangsadagurinn var haldin hátíðlegur á síðastliðinn, mánudag 27.okt, og var náttfataball af því tilefni. Það var svo gaman hjá okkur Smile.

Í síðustu viku kom Helena frá Náttúruskólanum og fór í útikennslu með Öldu og Svölu, með eldri hópinn. Það var rosalega gaman, við söfnuðum meðal annars könglum og fórum í langa gönguferð. Hóparnir hjá Betu og Elínu fara svo væntanlega í næstu viku.

Alda er búin að vera í foreldraviðtölum og þeir sem ekki hafa fengið viðtal fá það alveg á næstu dögum. Mikilvægt er þó að þeir sem ekki geta nýtt tímana láti vita svo það sé jafnvel hægt að bjóða öðrum tímann. IMGP0848

Við fórum líka í skrúðgöngu með Hólabrekkuskóla og Suðurborg í morgun og var það rosa gaman. Flest börnin okkar voru í kerrum en þau sem gengu voru rosalega dugleg  að ganga.

Í næstu viku, nánartiltekið miðvikudaginn 12. nóvember, þá er Hraunborg 30 ára og ætlum við að halda upp á daginn og er foreldrum boðið í kaffi til okkar á milli kl 15-16 þann dag Smile.

Nú er farið að kólna mikið svo endilega farið að koma með hlý föt eins og þykka peysu, ullarsokka og vettlinga.

Góða helgi

Vikufréttir 24. október

Ritað 24.10.2014.

Heil og sæl allir

Útikennsla hjá Betu og Elínu féll niður  þessa viku þar sem Helena frá Náttúruskólanum var veik. Við bætum það bara upp seinna.  Alda og Bryndís eiga samt að fara í útikennslu á næsta miðvikudag. IMGP0782


Fyrsti snjórinn kom í þessari viku og gerðum við á Þrastalandi að sjálfssögðu snjókarl. Það var rosa skemmtilegt en kallinn var nú ekki langlífur Smile.

IMGP0780Að öðru leiti þá vorum við í skipulögðu starfi sem gekk mjög vel . Alda er svo að byrja í foreldraviðtölum í næstu viku og ef það er einhver tími sem hentar ykkur betur en annar þá endilega að tala við hana.

 

 

Hafið það gott og  góða helgi

Þrastaland