Fréttir frá Þrastalandi

Vikufréttir 17. október

Ritað 17.10.2014.

Komið þið sæl 

Þessi vika hefur gengið alveg ágætlega og var rithöfundur (Dagbjört Ásgeirsdóttir) sem kom og heimsótti okkur á miðvikudaginn og las fyrir okkur úr bók sinni Smile

Á fimmtudaginn vorum við svo með bleikan dag og var rosa gaman að sjá hvað margir komu í einhverju bleiku eða með eitthvað bleikt Smile.

Framundan í næstu viku er svo útikennsla þar sem Helena frá Náttúruskólanum ætlar að koma og fara með okkur í útikennslu. Hún fer með Betu og Elínu á miðvikudag og svo með Öldu og Bryndísi þriðjudaginn 28.okt.

Góða helgi

Kveðja
Þrastaland

Vikufréttir 10. nóvember

Ritað 09.10.2014.

Hæhæ

Skipulagða starfið er að komast á skrið hjá okkur og gengur bara ágætlega. Við erum með fjóra hópa og eru Beta og Elín með yngstu hópana en Alda og Bryndís með eldri hópana.

Þessa viku vorum við mikið að vinna með haustið í þemastarfi Smile.

Við viljum minna ykkur á að merkja fatnað barnanna þar sem margir eru í eins fatnaði og við erum ekki alveg farnar að þekkja hvað hver á. Eins vil ég minna á að koma með mynd í hólfið í fataklefanum eða að tala við Öldu og hún mun sjá um að taka mynd og setja í hólfið.

Góða helgi og hafið það gott Smile.

Vikufréttir

Ritað 06.10.2014.

Nú er aðlögun lokið hjá okkur á Þrastalandi og skipulagða starfið byrjað. 
Aðlaganir gengu yfir höfuð vel og við erum öll að kynnast betur. Skipulagða starfið, hópastarf og hreyfistund,
byrjaði á mánudaginn fyrir viku og gengur það vel Smile.

Nú er byrjað að kólna í veðri og viljum við biðja ykkur um að fara að huga að því að koma með hlýjan fatnað eins og vettlinga, peysur og útigalla.
Bestu kveðjur og við hlökkum til vetrarins Smile

Þrastaland

Sumarfrí

Ritað 02.07.2014.

Nú styttist í sumarfrí og langar okkur á Þrastalandi að óska ykkur gleðilegs sumars og hafið það gott í fríinu :) Opnum aftur fimmtudaginn 7.ágúst :)

Hlökkum til að sjá ykkur :)

Nýtt upphaf

Ritað 16.01.2014.

Sælir kæru foreldrar og gleðilegt ár.

Hér á Þrastalandi er allt komið í gang aftur. Öll börn og starfsmenn komin til baka úr jólafríinu, allir hlakka til að fást við verkefni næstu vikna. Anna Katrín hætti hjá okkur í lok nóvember og Anna Amelia byrjaði hjá okkur 1. des, nú erum við að aðlaga inn eitt barn en hún heitir Sara Elísabet. Börnin eru með því orðin nítján, fjórtán stelpur og fimm strákar.

Í janúar byrjar þorrinn við munum fræða börnin um hvernig var í gamla daga og byrjum reyndar á því á bóndadag sem er fyrsti dagur í þorra að bjóða öllu pöbbum í morgunmat og svo höfum við þorrablót í hádeginu.