Fréttir frá Þrastalandi

Komið þið sæl kæru foreldrar

Ritað 26.09.2013.

thumb 30206882Nú stendur yfir aðlögun hjá okkur á Þrastalandi. Aðlögunin er búin að ganga mjög vel, við erum komin með 13 börn á deildina, og við eigum von á 6 í viðbót þann 2 október. Þetta árið eru stelpur í meirihluta á deildinni í fyrra voru strákarnir fleiri. Vinsælustu viðfagsefnin þessa dagana er að vera í hlutverkaleik, elda mát og fleira, fara í útilegu í  tjaldinu og svo sjáum við einnig að við erum komnar með mikla bókaorma, þau skoða allavega mjög oft bækur og virðast hafa mikinn áhuga fyrir því. Í byrjun október munum við vera með fund fyrir foreldta til að kynna vetrarstarfið. Við munum byrja hópastarfið 4. nóvember og í nóvember verða einnig foreldraviðtölin. Hlökkum til að eiga gott samstarf.

Við viljum minna á að það er lokað hjá okkur 4. október vegna starfsdags.

Júlí fréttir

Ritað 03.07.2013.

myndir úr símanum júní 13 268 SmallJæja þá er næstum alveg komið að sumarfrí. Við erum búin að gera heilmikið í síðasta mánuði, það var íþróttavika sem að tókst mjög vel, allir káti og glaðir og það fengu allir viðurkenningar.

Við fórum á brúðubíllinn sem var mjög skemmtilegur, og síðan en ekki síst héldum við Sumarhátíð Hraunborgar sem tókst mjög vel því veðrið var gott og grillmaturinn var spennandi hann var borðaður við langborð úti með öllum hinum börnunum í stóragarðinu. Börnin léku sér í hoppukastalla allan daginn í boði foreldra.

Í dag kvöddum við Dag Andra sem er að fara í annan leikskóla, takk fyrir samveruna kæri vinur og gangi þér vel í nýja skólanum.

Við þökkum fyrir skemmtilegan vetur og vonum að þið hafið það gott í  sumarfríinu. Við hlökkum til að hitta ykkur aftur í ágúst (opnum 1. ágúst). Smile

Vorum að setja inn nýjar myndir á heimasíðuna.

Sumarkveðja starfsmenn á Þrastalandi

Sæl verið þið

Ritað 31.05.2013.

Happy Sun Nú er bloggsíðan okkar orðin virk. Allt gengur vel hjá okkur á Þrastalandi. Nú er allt hópstarf búið við byrjum aftur á því í haust, nú tökum við á móti sumrinu með bros á vör. Við erum mikið úti að leika og það væri gott ef þið mynduð hafa sólarvörn í hólfinu, en bera á börnin ykkar áður en þau koma í leikskólann. Við berum svo á þau aftur eftir hádegi.

Í dag fara börnin heim með afrakstur vetrarins, en hópmyndirnar koma síðar. Munið á þriðjugaginn er sumarhátíð leikskólanna skrúðgangan hefst klukkan 13:30 við Gerðuberg og allir foreldrar velkomnir með, gott væri að þið mynduð láta vita hverjir koma með í gönguna.

Vikuna 10 - 14 júní ætlum við að hafa íþróttadaga sem kallaðir verða Leikskólahreysti. Þá förum við í leiki og þrautir ásamt því að æfa bolta-, hlaup- og stökktæknina okkar. Í lok vikunnar fá allir viðurkenningarskjal fyrir að hafa tekið þátt.

                                                           Góða helgi - Kær kveðja starfsmenn á Þrastaland