Fréttir frá Þrastalandi

Fréttir

Ritað 08.12.2015.

Hæhæ
Núna er skipulagt starf dottið niður og eru börnin að gera jólagjöf fyrir mömmu og pabba :) Við reynum að hafa rólegt í desember og að það sé ekki mikið jólastress hér í leikskólanum :)

Næsta fimmtudag 10.des þá förum við í Fella og Hólakirkju og eigum þar notalega stund saman, syngjum jólalög og fáum smákökur og djús :)
Aðfaranótt laugardagsins 12.des fara svo jólasveinarnir að koma til byggða og er það Stekkjastaur sem kemur fyrstur.
Föstudaginn 18. des er svo jólamatur barnanna og jólaballið. Jólaballið er haldið í salnum okkar og jólasveininn ætlar væntanlega að láta sjá sig með eitthvað í pokahorninu.
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Vonum að þið hafið það sem allra best á nýju ári :)
Jólakveðja
Starfsfólk Þrastalands

 

19. Október

Ritað 19.10.2015.

Hæhæ
Haustið hefur farið hægt af stað. Við vorum að klára að aðlaga börnin inn :) Staðan hjá okkur er að það eru 18 börn hjá okkur og þar af eru 10 strákar og 8 stelpur. Starfsmenn Þrastalands eru Alda, Svala, Elín og Særún
Við byrjuðum hópastarfið í dag og gekk það alveg ágætlega.
Þessa viku er eldvarnarvika hjá okkur og þá ætlum við fræða börnin um eldvarnir og hafa brunaæfingu. Næstkomandi föstudag 23.okt er grænn dagur. Grænn er litur Kabuki heilkennisins og er 23. okt dagur Kabuki heilkennisins. Við hér á Hraunborg erum með eitt barn með þetta heilkenni og ætlum því að hafa grænan dag. Gaman væri ef allir kæmu í einhverju grænu eða með eitthvað grænt :)

12.maí

Ritað 12.05.2015.

Hæhæ
Opna húsið var núna síðasta föstudag og var þá sýning á verkum barnanna eftir veturinn. Það var mjög gaman hversu margir sáu sér fært að mæta 
Núna þegar sumarið er komið má fara að koma með sólarvörn fyrir börnin. Við ætlumst til þess að foreldrar beri á börnin áður en komið er með þau í leikskólann og svo séu þau með sólarvörn í hólfinu sínu og við berum á þau áður en þau fara út eftir hádegi.
Eins má fara að koma líka með léttari fatnað eins og t.d flíspeysu og buff.
Annars fer hópastarfið að detta niður núna og verðum við þá meira úti í sumar 

Kveðja

Þrastaland

 

Vikufréttir 19. Janúar 2015

Ritað 19.01.2015.

Hæhæ

Gleðilegt nýtt ár

Það er búið að vera nóg að gera í byrjun árs og mikil mannekla í húsinu eins og sumir hafa fundið og þurft að sækja börnin sín og hafa þau heima.

Við héldum þrettándagleði hér þann 6. janúar og kvöddum jólin með því að kveikja á blysum og syngja jólalög úti í garði strax í morgunsárinu.

Síðastliðinn föstudag var svo vasaljósadagur og það var svakalega gaman.

Hópastarfið er byrjað aftur og gengur bara vel. Við ætlum að halda upp á bóndadaginn föstudaginn 23 janúar og bjóða pöbbum eða öðrum aðstandendum að koma í morgunkaffi til okkar, í hádeginu þann dag verður svo þorrablót Smile

Kveðja

Þrastaland

 

Jólafréttir

Ritað 22.12.2014.

Góðan dag

Nú er jólaballið og allt jólastandið búið. Jólaballið var mjög skemmtilegt og ekki var verra þegar Askasleikir mætti á svæðið með pakka fyrir öll börn. Eftir ballið var svo jólamatur sem var ekki af verri endanum Lambalæri og meðlæti og svo ís í eftirrétt Smile

Við höfum lítið komist út að undanförnu þar sem garðurinn okkar er á kafi í snjó og erum við hræddar um að börnin sökkvi í sköflunum ef við förum út, þannig að við höfum bara verið að jólastússast í rólegheitumSmile

Jólagjafirnar sem börnin eru búin að vera að gera og jólaföndrið fór heim á föstudaginn síðastliðinn.

Það sem er framundan:

Eitthvað færra verður af börnum á milli jóla og nýárs og svo er skipulagsdagur hjá okkur 2. janúar, þá er leikskólinn lokaður. Við opnum aftur mánudaginn 5. janúar 2015 og kveðjum svo jólin þann 6. janúar. 

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Þökkum góð samskipti á árinu sem er að líða.

Sjáumst hress Smile

Þrastaland