Námsskrá

Skólanámskrá er yfirlýsing um hugmyndafræði, skipulag, vinnubrögð og gildi sem lögð eru til grundvallar leikskólastarfinu. Hún byggist á því sem samfélagið telur mikilsvert og á þeim menningararfi sem talið er mikilvægt að koma áleiðis til næstu kynslóðar.

Hlutverk námskrár leikskólans Hraunborgar er tvíþætt: Annars vegar er hún stjórntæki fyrir innra starf leikskólans og hins vegar veitir hún foreldrum upplýsingar um leikskólastarfið. Í námskránni koma fram aðferðir og viðhorf sem hafa þróast í leikskólanum frá því að hann tók til starfa. Starfsmenn koma með ýmsum hætti að gerð námskrárinnar og hún er í sífelldri endurskoðun.

pdfNámskra Hraunbogar