Hattadagur

Ritað 21.02.2017.

Föstudaginn 24.febrúar er hattadagur hér í leikskólanum. Þá mega börnin koma með einhverskonar höfuðföt, hatta eða derhúfur í leikskólann.

Konudagskaffi

Ritað 15.02.2017.

Næst komandi sunnudag er konudagurinn

í tilefni af honum langar okkur til þess að bjóða

öllum konum (mömmum og ömmum) í konudagskaffi

á milli 15-16 næskomandi föstudag þann

17.febrúar.

Það væri gaman ef sem flestir gætu komið og

átt notalega stund með börnunum.

 

Leiksýning

Ritað 07.02.2017.

Foreldrafélagið stendur fyrir hópferð á leiksýninguna Fjarskaland sem sýnd er í Þjóðleikhúsinu. Okkar sýning er 26. febrúar klukkan 16.00

Almennt miðaverð er 4200 kr en okkar verð er 3200 kr. Að auki fær leikskólabarnið niðurgreiðslu um 1000 kr ef búið er að greiða félagsgjöldin fyrir 2016-2017.

Pantanir sendist á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., takið fram fjölda miða sem óskast keyptir og nafn leikskólabarnsins. Síðasta pöntunardagsetning er 13. febrúar.

Stjórn foreldrafélagsins.