Bóndadagur - þorramatur

Ritað 18.01.2017.

Föstudaginn 20.janúar ætlum við að halda upp á þorrann. Í tilefni af því ætlum við að borða þorramat í hádeginu þar sem börnunum gefst kostur á að smakka hin ýmsa þorramat. Þegar börnin eru búin að smakka það er í boði ætlum við að bjóða þeim upp á grjónagraut þannig að það ætti engin að verða svangur þann daginn. Síðan ætlum við að ljúka deginum á því að bjóða öllum bóndum (pabbar og afar) í kaffi á milli 15-16. 

Það væri gaman ef sem flestir gætu mætt í lopapeysum eða einhverju þjóðlegu þennan dag.

Þrettándinn

Ritað 06.01.2017.

Í morgun fóru öll börn leikskólans snemma út í góða veðrið, fengu sér sæti við sandkassann. Við skreyttum sandkassann með stjörnuljósum sem við kveiktum á og svo sungu börnin jólin í burtu. Þetta var mjög notaleg og róleg stund sem við áttum öll saman þarna.

 

 

Jól 2016

Ritað 21.12.2016.

faa49c5da23dfef73f81462bfd0e5ae5     Kæru börn og foreldrar

 

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Hafið það sem allra best um jólin.

Við þökkum fyrir allar yndislegu samverustundirnar sem við höfum átt með ykkur á árinu sem er að líða og hlökkum til að vera með ykkur í leik og starfi á næsta ári.

Opið verður hér í leikskólanum þriðjudaginn 27 des., miðvikudaginn 28. des., fimmtudaginn 29. des. og föstudaginn og 30. desember, mörg af börnumum ætla að eyða þessum dögum með fjölskyldunum sínum svo það stefnir í að verða rólegt hér hjá okkur. 

                      Jólakveðjur starfsmenn Hraunborgar