Leiksýning

Ritað 07.02.2017.

Foreldrafélagið stendur fyrir hópferð á leiksýninguna Fjarskaland sem sýnd er í Þjóðleikhúsinu. Okkar sýning er 26. febrúar klukkan 16.00

Almennt miðaverð er 4200 kr en okkar verð er 3200 kr. Að auki fær leikskólabarnið niðurgreiðslu um 1000 kr ef búið er að greiða félagsgjöldin fyrir 2016-2017.

Pantanir sendist á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., takið fram fjölda miða sem óskast keyptir og nafn leikskólabarnsins. Síðasta pöntunardagsetning er 13. febrúar.

Stjórn foreldrafélagsins.

Sumarfrí 2017

Ritað 06.02.2017.

Leikskólinn verður lokaður vegna sumarleyfa frá og með 12.júlí til 9.ágúst. Opnum aftur fimmtudaginn 10.ágúst.

 

Bóndadagur - þorramatur

Ritað 18.01.2017.

Föstudaginn 20.janúar ætlum við að halda upp á þorrann. Í tilefni af því ætlum við að borða þorramat í hádeginu þar sem börnunum gefst kostur á að smakka hin ýmsa þorramat. Þegar börnin eru búin að smakka það er í boði ætlum við að bjóða þeim upp á grjónagraut þannig að það ætti engin að verða svangur þann daginn. Síðan ætlum við að ljúka deginum á því að bjóða öllum bóndum (pabbar og afar) í kaffi á milli 15-16. 

Það væri gaman ef sem flestir gætu mætt í lopapeysum eða einhverju þjóðlegu þennan dag.