Sumarfrí 2017

Ritað 06.02.2017.

Leikskólinn verður lokaður vegna sumarleyfa frá og með 12.júlí til 9.ágúst. Opnum aftur fimmtudaginn 10.ágúst.

 

Bóndadagur - þorramatur

Ritað 18.01.2017.

Föstudaginn 20.janúar ætlum við að halda upp á þorrann. Í tilefni af því ætlum við að borða þorramat í hádeginu þar sem börnunum gefst kostur á að smakka hin ýmsa þorramat. Þegar börnin eru búin að smakka það er í boði ætlum við að bjóða þeim upp á grjónagraut þannig að það ætti engin að verða svangur þann daginn. Síðan ætlum við að ljúka deginum á því að bjóða öllum bóndum (pabbar og afar) í kaffi á milli 15-16. 

Það væri gaman ef sem flestir gætu mætt í lopapeysum eða einhverju þjóðlegu þennan dag.

Þrettándinn

Ritað 06.01.2017.

Í morgun fóru öll börn leikskólans snemma út í góða veðrið, fengu sér sæti við sandkassann. Við skreyttum sandkassann með stjörnuljósum sem við kveiktum á og svo sungu börnin jólin í burtu. Þetta var mjög notaleg og róleg stund sem við áttum öll saman þarna.