Læstar myndasíður

Ritað 23.04.2012.

Sett hefur verið læsing á myndasíðuna okkar hér á vefnum. Ástæðan er að allir eiga ekki að geta skoðað myndir af börnunum okkar. Foreldrar eru beðnir að nálgast notendanafn og lykilorð hjá deildarstjórunum.

Gleðilegt sumar

Ritað 18.04.2012.

Við óskum ykkur öllum gleðilegs sumars og þökkum samstarfið í vetur. Við hlökkum til sumarsins með börnunum í leikskólanum.

Kær kveðja frá starfsfólkinu í Hraunborg

Opið hús

Ritað 17.04.2012.

Föstudaginn 27. apríl verður opið hús í Hraunborg frá kl. 15-17.  Þá verða til sýnis verk barnanna frá liðnum vetri.  Foreldrar, systkini, afar og ömmur eru velkomin í heimsókn þennan dag.