Jól 2016

Ritað 21.12.2016.

faa49c5da23dfef73f81462bfd0e5ae5     Kæru börn og foreldrar

 

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Hafið það sem allra best um jólin.

Við þökkum fyrir allar yndislegu samverustundirnar sem við höfum átt með ykkur á árinu sem er að líða og hlökkum til að vera með ykkur í leik og starfi á næsta ári.

Opið verður hér í leikskólanum þriðjudaginn 27 des., miðvikudaginn 28. des., fimmtudaginn 29. des. og föstudaginn og 30. desember, mörg af börnumum ætla að eyða þessum dögum með fjölskyldunum sínum svo það stefnir í að verða rólegt hér hjá okkur. 

                      Jólakveðjur starfsmenn Hraunborgar

Kynning á vetrarstarfinu og aðalfundur foreldrafélagsins

Ritað 03.10.2016.

verður samkvæmt 117 spilaðskóladagatali: þriðjudaginn 4. október klukkan 08:30 fyrir foreldra Lóulands og Spóalands

og miðvikudaginn 5. október klukkan 08:30 fyrir foreldra barna á Þrastalandi.

 Einnig verður aðalfundur foreldrafélagsins þriðjudagskvöldið 4. október klukkan 20:30.

Gott frí að baki - nýtt skólaár hefst

Ritað 06.08.2016.

beachVið vonum að þið hafið haft það gott í sumarfíinu ykkar. Nú er leikskólastarfið að fara af stað aftur. Þó eru enn nokkrir starfsmenn í sumarfríi.

Í næstu viku munu ný börn hefja aðlögun hjá okkur og börnin frá Þrastalandi fara að færast á milli deilda. Öll börnin á Þrastalandi fara á nýja deild fimm í næstu viku á Lóuland og síðan þann 22. ágúst frara hin að æfa sig bæði á Lóulandi og Spóalandi. Síðasti hópur innritaðra barna kemur til okkar þann 7. september, en eru aðeins laus pláss í leikskólum borgarinnar (líka hér hjá okkur), en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort tekin verða inn yngri börn af biðlistum.

Elstu börnin okkar sem eru að fara í skólann eru aðeins farin að fara, flest fara þó þann 19. ágúst og nokkur önnur fara einnig vegna annara aðstæðna. Við þökkum öllum þeim börnum og foreldrum sem hætta hjá okkur kærlega fyrir samveruna og samvinnuna og bjóðum ný börn og foreldra þeirra hjartanlega velkomin til okkar.

Starfsmannahaldið hjá okkur breytist lítillega á næstunni nú er ljóst að Særún á Þrastalandi hættir hjá okkur 18. ágúst n.k. vegna skólagöngu, við þökkum henni kærlega fyrir samstarfið og óskum henni alls hins besta í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.
Katarína Gnip hefur verið ráðin deildarstjóri á Spóalandi hún er grunnskólakennari og hefur starfað hér hjá okkur síðustu mánuði. Sigríður Fanney mun koma henni inní nýja starfið og síðan fer hún að sinna aðstoðarleikskólastjórn og sérkennslustjórastörfum af krafti. Fjolla sem sinnt hefur sérkennslu um hríð verður alfarið fastur starfsmaður Spóalands frá 22. ágúst.

Mikið hefur verið framkvæmt hér á lóðinni í sumar, hún hefur tekið miklum og góðum breytingum sem gleðja vonandi alla sem koma til með að njóta hennar. Á mánudaginn tökum við í notkn þann hluta lóðarinnar sem er við Þrastaland,við fögn um því innilega húrra, húrra, húrra!