Það er komið sumarfrí!

Ritað 06.07.2016.

sumar                       Kæru börn og foreldrar

 

Nú er hafið langþráð sumarleyfi. Við vonum að þið eigið viðburðaríka daga framundan og hafið það gott í fríinu.

Hittums aftur úthvíld og glöð fimmtudaginn 4. ágúst!

 

                      Starfsmenn Hraunborgar

Útskrift elstu barna

Ritað 31.05.2016.

056

 

  Í dag verða elstu börnin okkar útskrifuð, athöfnin hefst 

  klukkan 15:30. 

Endurgerð lóðar í Hraunborg

Ritað 31.05.2016.

lóð

 

Mánudaginn 30. maí hófust framkvæmdir á lóð leikskólans Hraunborgar. Endurnýjað verður yfirborðsefni s.s. malbik, hellur og gras, ásamt leiktækjum á allri lóðinni. Lóðin skiptist í tvo aðskilda garða, lítinn garð við Þrastaland og stóran garð við Lóu- og Spóaland. Fyrst verður unnið í litla garðinum framan af júní, síðan hefjast framkvæmdir í stóra garðinum í kringum 20. júní. Áætlaður framkvæmdatími er frá 30. maí – 31. ágúst.

Framkvæmdum af þessu tagi fylgja ýmsar vinnuvélar og tæki sem verða í notkun á og við lóðina. Biðjum við því alla sem leið eiga um svæðið að fara varlega.

lóð 2