Viðrukenning fyrir Grænt skref

Ritað 30.05.2016.

græn skref viðurkenningLeikskólinn Hraunborg er þátttakandi í verkefni á vegum Reykjavíkurborgar sem heitir "Græn skref í starfssemi Reykjavíkurborgar". Það snýst um að efla vistvænan rekstur í starfsemi borgarinnar og minnka umhverfisáhrif sveitarfélagsins í fjórum skrefum. Allir vinnustaðir á vegum Reykjavíkurborgar geta skráð sig til þátttöku í verkefnið. Hraunborg skráði sig í verkefnið í mars 2015.

Föstudaginn 27.maí fékk leikskólinn Hraunborg viðurkenningu fyrir að vera búinn að ná 1.græna skrefinu af þessum fjórum sem þarf að ná til þess að verða Grænn leikskóli/vinnustaður. Húrra fyrir okkur öllum :) Til að ná þessu skrefi þarf að vinna að mörgum þáttum í starfsseminni til dæmis; stilla orkunotkun talva og annarra raftækja, spara ljós með því að slökkva á svæðum sem ekki eru í notkun, hefja markvissa flokkun og setja upp flokkunarkerfi fyrir vinnustaðinn, endurnýta pappír og prennta á báðar hliðar blaðsins þegar því verður við komið, nota fjölnota leirtau á fundum og í kaffistofu, vera með hjólagrindur við vinnustaðinn, hafa við hendina fyrir starfsmenn upplýsingar um strætóferðir til og frá vinnustaðnum, nýta hverja verslunarferð til margra hluta og kynna heilræði frá samráðsnefnd Grænna skrefa fyrir starfsmönnum.

Næsta skref í verkefninu er að vinna markvisst að því að ná skrefi 2, það munum við gera á næsta skólaári.

Fréttir frá skóla- og frístundasviði

Ritað 21.05.2016.

capture 4

 

Í nýju fréttabréfi skóla- og frístundasviðs kennir margra grasa. Þar er m.a. fjallað um menntun til sjálfbærni, nýbreytni í skóla- og frístundastarfinu og jafnrétti í leikskóla.

Til að skoða þetta nánar getið þið smellt á myndina hér til hliðar.

Munið - Opið hús

Ritað 12.05.2016.

fjolskylda     

Föstudaginn 20 maí klukkan  15:00 – 16:30 verður opið hús  hjá okkur.

Þá gefst fólki tækifæri til að skoða leikskólann og kynna sér starfsemi og menningu hans.

                                         Allir hjartanlega velkomnir Smile