Umferðarskóli fyrir elstu börnin

Ritað 11.05.2016.

IMG 20160511 0001 NEW 640x616

Í dag fengum við umferðarfræðslu fyrir elstu börnin okkar. Hún felst í heimsókn á leikskóla þar sem reyndir kennarar í umferðarfræðslu sjá um að fræða börnin um umferðina og umferðartengda hegðun. Þetta er fastur liður á hverju vori, það er Samgöngustofa sem starfrækir þennan skóla fyrir elsta hóp leikskólabarna. 

Í Umferðarskólanum er m.a. fjallað um öryggi barna í bílum, hvernig fara eigi yfir götu og hvar öruggast sé að hjóla og leika sér úti. Þá er reiðhjólahjálmur skoðaður og börnunum kennt að still hann rétt á höfði.

Í lok heimsóknarinnar er myndin "Felix finnur dýrin" sýnd en í myndinni fylgjumst við með hvernig Felix gengur að fóta sig í umferðinni. Áður en skólinn kveður fá öll börn litabók að gjöf.

Nýr starfsmaður kemur tímabundið á Lóulandi

Ritað 09.05.2016.

Anna Katrin

Í dag hóf störf hjá okkur Anna Katrín Melstað, hún er Félagsráðgjafi að mennt. Hún verður með vinnutímann 08:00 – 16:00

Fyrst um sinn mun hún verða á Lóulandi í stað Bryndísar sem fer í eldhúsið til að leysa Eyrúnu af meðan hún er í veikindaleyfi. Við bjóðum hana velkomna til okkar.

Moli um læsistengda leiki

Ritað 04.05.2016.

bestu barna6Leiktu með tungumálið í samræðu við barnið þitt. Það kveikir forvitni barnsins og áhuga á málinu.

Alltaf má fara í skemmtilega orðaleiki hvar og hvenær sem er. Þeir geta staðið yfir í nokkrar mínútur eða marga daga ef barnið er áhugasamt. 

Hér er til dæmis einn orðaleikur fyrir börn á leikskólaaldri, þar sem börnin þjálfast í að ríma. Börnin setjast í hring og nota bolta (mjúkan) til að kasta á milli sín. Sá sem byrjar með boltann kemur með eitt orð eins og „bíll” og kastar síðan boltanum til einhvers, sá sem fær boltann þarf að finna orð sem rímar við orðið og fær síðan að segja nýtt orð og kasta boltanum.

Búið saman til bullorð og bullsögur.

Leiktu með hljóð, orð, rím og kvæði.