Allt komið á fullan skrið á nýju ári

Ritað 27.02.2018.

IMGP5909

Ýmilslegt hefur á dagana drifið frá áramótum, börnin kvöddu jólin með söng og því að horfa á stór stjörnuljós brenna út. Hópastarfið fór af stað aftur með skemmtilegum áskorunum t.d. Lubbavinnunni þar sem læra á hvað hljóð stafirnir sem hann finnur gefa frá sér.

Við erum einnig búin að fræðast um þorramatinn og aðeins hvernig var í gamladaga. Einnig fjölluðum við um tannvernd í tannverndarvikunni og svo buðum við pöbbum og öfum uppá hressingu í tengslum við bóndadag og mæðrum og ömmum sömuleiðis í tengslum við konudag. Svo erum við búin að hafa hattadag og hattaball.

Í mars verða foreldraviðtöl, nánar auglýst á deildum og á nýju facebooksíðum deildanna sem opnaðar voru í febrúar.

Jóla og áramótakveðja

Ritað 29.12.2017.

a50d73e601a7003b369ea0afd27dad83

 

Kæru börn og foreldrar

Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Við þökkum allar skemmtilegu stundirnar, í leik og starfi, á árinu sem er að líða og hlökkum til nýrra ævintýra með ykkur á nýju ári.

 

 

Munið að það verður lokað 2. janúar 2018 vegna skipulagsdags.

The playschool will be closed because of the staffs planning day.

                      Starfsmenn Hraunborgar

Ný leikföng

Ritað 07.11.2017.

Þyrla úr holukubbun

Nú erum við búin að fá glænýja Holukubba (Hollow blocks) í leikskólann. Þeir eru stórir og flottir og ótrúlega spennandi. 

Grímar Gauti, Guðrún Lovísa og Emma Rakel byggðu þyrlu úr þeim í valinu.