Ný leikföng

Ritað 07.11.2017.

Þyrla úr holukubbun

Nú erum við búin að fá glænýja Holukubba (Hollow blocks) í leikskólann. Þeir eru stórir og flottir og ótrúlega spennandi. 

Grímar Gauti, Guðrún Lovísa og Emma Rakel byggðu þyrlu úr þeim í valinu.

Bleikur dagur

Ritað 12.10.2017.

   Bleikur dagur

 

Á morgun verður bleikur dagur  hjá okkur, endilega komið með börnin í einhverju bleiku.

Síðasti námskeiðsdagur

Ritað 09.10.2017.

Á síðasta námskeiðsdegi  fengum við hingað til okkar Eyrúnu Ísfold Gísladóttur talmeinafræðing til að fjalla um kennsluefnið Lubbi finnur málbein sem við ætlum að nota með öllum börnum skólans. Höfundar efnisins eru hún sjálf  og Þóra Másdóttir talmeinafræðingur. Við vorum mjög ánægðar með daginn, lærðum fjölmargt bæði gagnlegt og skemmtilegt. Eyrún var mjög forvitin um okkar starf og fannst mikið til þess koma sem við vinnum með einnig fannst henni mjög gaman að koma til okkar. Hún setti eftirfarandi frétt og mynd á heimasíðu Lugga sem finnur málbein.

Hér fyrir neðan sjáum við dugmikinn starfsmanahóp læsis-leikskólans Hraunborgar í Reykjavík, sem tileinkaði Lubba sem finnur málbein nánast heilan starfsdag í síðustu viku. Lubbi þakkar kærlega fyrir skemmtilegan dag og óskar ykkur góðs gengis í Lubbastarfinu framundan.

Lubbanámskeid