Sumarkveðja

Ritað 11.07.2017.

Júlí 2017 003 SmallNú er komið að sumarlokun hér í leikskólanum okkar og munum við opna leikskólann aftur fimmtudaginn 10.ágúst.

Það er mikið búið að bralla hér síðustu daga, börnin hafa farið í vettvangsferðir og í dag settum við út nokkra bala með vatni í og börnin voru berfætt að sulla og leika sér í sandkassanum. Nokkur börn kvöddu okkur í dag og buðu börnunum hér í leikskólanum upp á ís í tilefni af þessum tímamótum.

Við óskum ykkur öllum góðs sumarfrís og hlökkum til að sjá ykkur hress og kát í ágúst.

Bókaormur

Ritað 20.06.2017.

bokaormur1Kæru foreldrar og forráðamenn

Í síðustu viku lauk lestrarátakinu okkar hér í Hraunborg og það er vægt til orða tekið þegar sagt er að þið stóðuð ykkur meiriháttar vel, húrra fyrir ykkur öllum. Ormurinn okkar er svo stór að það var orðið erfitt að finna pláss fyrir hann :-)

Gleðin og hamingjan sem skein úr andlitum barnanna þegar þau mættu á morgnana og settu sinn hring í orminn var ósvikin og ekki skemmdi fyrir að fá að fylgjast með orminum vaxa og dafna.

Margir hefðu viljað hafa þetta átak lengra en við ætlum að segja staðar numið í þetta skiptið en við munum pottþétt fara af stað með þetta átak aftur á haustmánuðum.

Takk allir saman fyrir frábæra samvinnu.

Starfsdagur - lokað /Planing day - Closed

Ritað 06.03.2017.

Foreldrar munið skipulagsdaginn !

 

Lokað verður vegna skipulagsdags þann 13.mars n.k

 

The playschool will be closed 13.mars it is

planning day for staff.

 

Przedszkole będzie zamknięte z uwagi na dzień

organizacyjny pracowników przedszkola.

 

Starfsfólk