Páskakveðja
Um leið og við starfsfólk Hraunborgar viljum óska ykkur gleðilegra páska viljum við þakka ykkur fyrir mikinn skilning og góða samvinnu á þessum tímum. Þetta eru svo sannarlega sérstakir og krefjandi tímar sem við stöndum frammi fyrir í þjóðfélaginu en með því að leggjast öll á eitt og hjálpast að þá komumst við yfir þá.
Við hvetjum ykkur til að ferðast innanhús þessa páskanan, njóta samverunnar, borða góðan mat og finna ykkur eitthvað skemmtilegt til að gera saman. Gleðilega páska kæru fjölskyldur, hafið það gott :)
Sumarlokun 2020
Ákveðið hefur verið í samráði við foreldraráðið að sumarfrí Hraunborgar verði frá 15. júlí – 12. ágúst 2020 báðir dagar með taldir.
Lestrarátak
Dagana 4.-15.nóvember 2019 ætlum við að hafa lestrarátak hér í leikskólanum. Við æltum að gera lesturinn sýnilegri með því að búa til beinafjall fyrir hann Lubba en hann á einmitt afmæli þann 16.nóvember á degi íslenskrar tungu.