-
Um Lóuland
Á Lóulandi eru 26 börn á aldrinum 2 - 6 ára.
Leikurinn er kennslutæki okkar í leikskóla og á honum grundvallast allt starf skólans. Hann má flokka í fjóra aðalflokka, (skynfæra og hreyfileik, sköpunar og byggingaleik, hlutverka og ímyndunarleik og regluleik) eftir inntaki leikjanna og uppeldis og menntunargildi þeirra.
Við leggjum áherslu á að barn sé ávallt í návist starfsmanns í leik sínum en ekki eftirlitslaust. Starfsmaður er til staðar til að örva leikinn, grípa inn í, leiðbeina, veita öryggi og taka þátt í leiknum, allt eftir aðstæðum hverju sinni.
Valkerfi
Valkerfi okkar er að mestu leyti grundvallað á kenningum Piaget. Valið er rammi utan um frjálsan leik.
Með því er tvíþættur tilgangur annars vegar að bjóða uppá fjölbreytilegan efnivið, nýta vel búnað leikskólans og rými fyrir frjálsa leikinn. Hins vegar að efla sjálfstæði og öryggi barnanna með því að leyfa þeim að velja sér leiksvæði sjálf. Val er alla daga vikunnar. Svæðum deildarinnr er skipt í sex vinnusvæði. Hvert svæði hefur ákveðin markmið og þar má einungis vera fyrir fram ákveðinn fjöldi barna. Valið byrjar alltaf með valfundi og því lýkur með tiltekt. Á valsvæðunum er starfsmaður ævinlega nálægur.Hópastarf
Í hópastarfi er unnið með þema. Með þema er átt við að börn og hópstjóri sameinist um að vinna að ákveðnu viðfangsefni á fjölbreyttan hátt. Viðfangsefni þemavinnunnar er í raun hrynjandi lífsins, þ.e.a.s. ég sjálfur, fjölskyldan, umhverfið, árstíðir, umferðin, vinátta, litir, fjöldi, form, hátíðir og ýmsir merkisdagar.Sami starfsmaður (kallaður hópstjóri) fylgir sama barnahópnum allan veturinn. Yngri hópurinn hittist fjórum sinnum í viku (í: hópastarfi, hópastund og hreyfistund).
Skólastundir
Skólastundir eru eins konar brú frá leikskólastarfinu yfir í það umhverfi sem bíður barnanna að lokinni leikskólagöngu. Elstu börnin á deildinni eru í skólastund með hópstjóranum sínum þrisvar sinni í viku klukkustund í senn og einu sinni í viku í hópastarfi og hreyfistund. Sérstök áhersla er lögð á að þetta eru leikskólaverkefni og hugmyndafræði og starfsaðferðir leikskóla eru lagðar til grundvallar.Í skólastundum er unnið með ritað mál og hljóðkerfisvitund. Mikið er unnið með hlustun, hugtök, liti, form, flokkun, rým, málskilning, tölur, talnagildi og meðferð verkfæra, ásamt því að þjálfa barnið í að fara eftir fyrirmælum. Það lærir að fullvinna verk, það þjálfar færni, einbeitingu og þol. Unnið er með einstaklings- og hópverkefni. Einnig eru farnar heimsóknir í grunnskóla.
-
Starfsfólk
Eygló Erlingsdóttir, leiðbeinandi
Eygló er í 100% starfi. Netfangið hennar er; This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Júlía Sigurðardóttir, deildarstjóri/aðstoðarleikskólastjóri
Júlía er í 100% starfi. Netfangið hennar er; This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Iryna Khyzhnyak, kennari
Iryna er í 80% starfi. Netfangið hennar er; This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sylvía Grétarsdóttir, leiðbeinandi
Sylvía er í 100% starfi. Netfangið hennar er; This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
-
Fréttir
Nýtt fréttabréf
Góðan daginn.
Nú er september runninn upp og við erum búin að fá 6 ný börn til okkar frá Þrastalandi og erum við að aðlaga þau næstu vikur.
Skipulagt starf byrjar ekki alveg strax en afar líklega 25.september. Við hlökkum mikið til að byrja hópastarfið.
Við höfum einnig fengið nýjan starfsmann til okkar en Bryndís okkar fór yfir á Spóalandi. Þessi nýja heitir Sunneva, kölluð Sunna, hún vinnur 8:30-16:30.
Eygló verður í veikindaleyfi í september.
Á Hraunborg erum við líka komnar með þroskaþjálfa í vinnu. Hún heitir Klara og sér um sérkennslu.
Við viljum minna á að vera duglegur að fylla á aukafatakassann. Hann er stundum svolítið tómur.
Að lokum minnum við alla á að ganga gegnum garðinn en ekki listabergið okkar. Bæði þegar komið er með börnin okkar og farið. Listabergs inngangurinn er eingöngu fyrir sölumenn og aðrar sendingar sem við fáum.Annars segjum við bara góða helgi.
Lóur