Leikskólinn Hraunborg

Valmynd
  • Forsíða
    • Lestrarátak
    • Páskakveðja
  • Leikskólinn
    • Um Hraunborg
    • Fréttasafn
      • Lokað vegna starfsdags hluta úr degi
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Stefna og starfsáætlun
    • Leikskólastarf
    • Dagatal
    • Starfsfólk
    • Deildir
      • Spóaland
      • Lóuland
      • Þrastaland
    • Eldhús
    • Söngtextar
    • Stoðtenglar
    • Sérkennsla
  • Foreldrar
    • Foreldrafélag
    • Foreldraráð
  • Jákvæður agi

Leikskólinn Hraunborg

Hraunberg 10, 111 Reykjavík
557-9770
Upplýsingar um sumarlokun
  • Forsíða
    • Lestrarátak
    • Páskakveðja
  • Leikskólinn
    • Um Hraunborg
    • Fréttasafn
      • Lokað vegna starfsdags hluta úr degi
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Stefna og starfsáætlun
    • Leikskólastarf
    • Dagatal
    • Starfsfólk
    • Deildir
      • Spóaland
      • Lóuland
      • Þrastaland
    • Eldhús
    • Söngtextar
    • Stoðtenglar
    • Sérkennsla
  • Foreldrar
    • Foreldrafélag
    • Foreldraráð
  • Jákvæður agi
  • Leikskólinn
  • Hagnýtar upplýsingar

Hagnýtar upplýsingar

  • Að klæða sig úr og í
  • Aðlögun
  • Afmæli
  • Frágangur og snyrtimennska
  • Hreinlæti
  • Lífsleikni
  • Matmálstímar
  • Móttaka og brottför barns
  • Samverustundir
  • Svefn og hvíld
  • Útivera
  • Veikindi barna og lyfjagjafir
  • Vistunarsamningar og vistunartími
  • Að klæða sig úr og í

    1fab914766cbf29549542d229369388cÍ Hraunborg er áhersla lögð á að fáir séu samtímis í fataherbergi svo að börnin fái góðan tíma og rými til þess að athafna sig. Í fataherberginu æfa börnin að hjálpa sér sjálf, fínhreyfingar, einbeitingu og skipulagða hugsun. Börnin fá leiðbeiningu og stuðning frá starfsmanni og eru hvött til að klæða sig sem mest sjálf og aðstoða hvert annað.

    Þar fær starfsmaðurinn einnig gott tækifæri til að spjalla við barnið, fræða það um líkamann, fatnað, veðurfar og fleira sem örvar málþroska og orðaforða. Áhersla er lögð á góða umgengni í fataherberginu.

  • Aðlögun

    Á  vorin er boðið upp á kynningarfund fyrir foreldra þeirra barna sem hefja leikskólagöngu að hausti. Þá fá foreldrar að skoða skólann og fá almennar upplýsingar um starfsemi hans. Þegar barn byrjar í leikskólanum fara foreldrar í viðtal hjá deildarstjóra á deild barnsins. Þar skrifa þeir undir dvalarsamning og einnig er farið yfir upplýsingar er lúta að barninu. Auk þessa er farið yfir helstu reglur leikskólans, hefðir,  hvernig aðlögun verður háttað og þær væntingar sem foreldrar hafa til skólans. Á aðlögunartímanum er lagður hornsteinn að öryggi og vellíðan barnsins og samstarfi heimilis og skóla. Til að það takist sem best höfum við skipulagt aðlögunarferli.
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                Sjá Sjá nánar hér:

    pdfAðlögun_fyrir_yngri_börn.pdf

    pdfAðlögun_fyrir_eldri_börn.pdf

     

     

     

     

     

  • Afmæli

    a81307bb92c3a8092a9acdcdf22c105eAfmælisdagur er stór dagur í lífi barnsins, þá gerum við okkur glaðann dag á deildinni og höldum upp á afmælið með ákveðnum hætti. Barnið kemur ekki með neitt að heiman heldur sjáum við alfarið um afmælið. Barnið fær kórónu sem það býr til með aðstoð starfsmanns og það fær að velja sér sérstakt afmælisglas og afmælisdisk sem það borðar af í matar- og kaffitímum. Afmælissöngurinn er sunginn og afmælisbarnið er miðpunktur dagsins  meðal annars umsjónamaður og fleira. í söngsal á föstudögum er sungið fyrir þau börn sem hafa átt afmæli í vikunnni.  

    Ef þið viljið bjóða börnum af deildinni heim í afmæli þá gilda þær reglur að bjóða skal öllum á deildinni eða öllum stelpum eða öllum strákum eða öllum jafnöldrum. Hjá okkur er sú regla að þegar barn á afmæli má setja afmælisboðskort í hólf barnanna sem boðið er. Við skulum passa þetta vel svo enginn verði útundan. Ef boðið er í afmæli fyrir utan leikskólann er þetta í ykkar höndum.

  • Frágangur og snyrtimennska

    Einn liður í uppeldi og menntun barnanna er að þau læri að ganga frá fatnaði sínum og leikefni. Við leggjum áherslu á að börnin gangi sjálf frá fötunum sínum þegar þau koma inn og einnig hjálpast allir að við frágang eftir leik. Einnig leggjum við áherslu á að börnin læri að ganga vel um leikskólann sinn og nánasta umhverfi.

  • Hreinlæti

    7a47761541b51741f49f2e16d9e54478

    Hreinlæti og hreinlætisvenjur er einn af hornsteinum að heilbrigði og hreysti barna og starfsmanna í leikskólum. Mikilvægur þáttur í hreinlætisvenjum barna er að þau læri að halda sér þurrum.

    Hreinlætisvenjum sinnum við með aldur og þroska barnanna í huga. Yngstu börnunum er hjálpað, en með auknum þroska nýta börnin salerni eftir þörfum með minni aðstoð starfsmanna. Lögð er áhersla á að börnin temji sér almennar hreinlætisvenjur varðandi matartíma, salernisferðir og handþvott.

  • Lífsleikni

    Við virðum okkur sjálf, aðra og hlutina í kringum okkur.

    Allt starf í leikskólanum miðar að því að efla lífsleikni barnsins. Allt sem er í leikskólanum eigum við saman og við eigum öll rétt á að geta starfað þar í friði og sátt, jafnt í einrúmi sem með öðrum. Áhersla er lögð á að barnið verði sem mest sjálfbjarga í athöfnum daglegs lífs, s.s. í fataherbergi, á snyrtingu og við matarborðið. Mikil áhersla er lögð á virðingu og vináttu og unnið er að því að barnið læri að taka tillit til annarra, hlusta á aðra og skiptast á skoðunum við aðra. Barninu er hjálpað að leysa úr ágreiningi án valdbeitingar og kennt að virða reglur. Í valinu öðlast það sjálfstæði og færni til að velja sér verkefni á eigin forsendum. Í öllu starfinu er lögð áhersla á að barnið finni sjálft lausnir á vandamálum sem það stendur frammi fyrir og að hinn fullorðni sé aðeins nærstaddur til að veita barninu stuðning.

    Í leikskólanum er lögð áhersla á að standa alltaf við það sem sagt hefur verið. Þannig lærir barnið að virða fyrirmæli. Unnið er með fáar einfaldar og skýrar reglur. Við notum „ég" skilaboð í samskiptum. Hrós og hvatningu álítum við vænlegri til árangurs en refsingu. Barnið er látið finna að starfsmanni þyki mikið í það varið og að það sé gott barn jafnvel þó að það geri eitthvað sem ekki er leyfilegt. Við bregðumst strax við neikvæðri hegðun barns. Það er látið horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna og biðjast fyrirgefningar. Stundum er nauðsynlegt að taka barn úr aðstæðum tímabundið. Þess er gætt að ástæðan sé sú að barnið þurfi á því að halda en ekki sú að starfsmaðurinn sé reiður. Slík brottvikning er stutt. Barninu á að gefa færi á að svara ásökunum og halda samskiptaleiðum opnum. Við leggjum áherslu á að fullorðnir ráða en kunna líka að hlusta og leiðbeina.

  • Matmálstímar

    dfcf386db427005f5150911704da18eeStefnt er að því að matartímar séu ánægjulegar samverustundir. Börnin læra að fylgja settum reglum og temja sér góða borðsiði, ásamt því að læra að borða hollan og góðan mat. Þau eru hvött til að sýna félögum sínum umburðarlyndi og hjálpsemi.

    Matarsmekkur barna er að þroskast og hann er oft annar en hjá fullorðnum. Það er ekki eðlilegt að krefjast þess að þau borði það sem þeim finnst vont. Betra er að okkar mati að setja börnunum reglur um að þau eigi að smakka lítinn bita af mat sem þau eru að venjast eða telja að þeim finnist vondur. Í matartímum fá þau fræðslu um gildi hollrar og fjölbreyttrar fæðu. Það er eftirsóknarvert að borða hollan mat því að þá líður okkur vel. Vinsamlegast látið deildarstjóra vita strax ef barnið hefur ofnæmi fyrir einhverjum fæðutegundum og ef breytingar verða varðandi ofnæmisvalda. Tekið er tillit til sérþarfa barna vegna matar ef læknisvottorð liggur fyrir.

    Við skipulagningu máltíða er gert ráð fyrir hreinlæti og börnunum gefinn tími til handþvotta bæði fyrir og eftir máltíðir, ásamt því að þau eru látin þrífa andlit eftir máltíðir. Við matarborðið fara fram uppbyggilegar samræður, barnið æfist í að tala við aðra og hlusta á aðra.

  • Móttaka og brottför barns

    Við leggjum áherslu á að vel sé tekið á móti barninu þegar það kemur í leikskólann. Því er heilsað svo að það finni að það sé velkomið. Einnig kveðjum við barnið hlýlega við brottför því að mikilvægt er að barnið hlakki til að koma aftur í leikskólann næsta dag.

  • Samverustundir

    91200712573150ad6e270e8c726d1c5d

    Samverustundir dagsins eru þrjár, á morgnana, fyrir hádegisverð og eftir síðdegishressingu. Efni stundanna er gjarnan tengt því þema sem verið er að vinna með hverju sinni. Ætlast er til að börnin læri að sitja og hlusta, taka þátt í umræðum, leikjum og söng.

  • Svefn og hvíld

    55bcebe01b17c681c186639a456c24f8

     

    Á fyrstu árum ævinnar eru svefn og hvíld mjög nauðsynleg barni svo að það vaxi og dafni eðlilega. Reynt er að skapa þægilegar aðstæður fyrir börnin til að hvílast. Börnin hafa merkta dýnu, teppi og kodda sem þau hvílast með svo að fyllsta hreinlætis sé gætt. Í hvíldartíma er tekið tillit til þarfa hvers og eins.

  • Útivera

    da164b67f57dc031e657eafc151421a9Útivera og hreyfing eru samofnir þættir. Í útiveru kemst barn í snertingu við náttúruna og lærir að meta hana. Útileiksvæðið býður upp á fjölbreytta möguleika til alls konar skynfæra og hreyfileikja, bæði sjálfsprottinna og skipulagðra.

    Í útiveru viljum við að börnin læri regluleiki, þau þjálfi og þroski færni í grófhreyfingum og félagsþroska. Við viljum að samhjálp, vinátta og leikgleði einkenni samskipti barnanna. Vettvangsferðir eru einn þáttur útiverunnar. Farið er í gönguferðir, skoðunarferðir og heimsóknir til fyrirtækja og stofnana.

  • Veikindi barna og lyfjagjafir

    Leikskóli er ekki staður fyrir veik börn og skal því halda þeim heima í veikindum. Barnið er velkomið í leikskólann aftur þegar það hefur náð sér að fullu eftir veikindi og foreldrar treysta því til að taka þátt í starfi og leik. Foreldrar geta óskað eftir því að barnið fari ekki í útiveru einn dag eftir veikindi. Langveik börn og börn með astma sem hafa vottorð frá lækni eru undanþegin þessari reglu. Lyfjagjafir eru ekki heimilaðar í leikskólanum, nema ef ekki verður hjá því komist. Yfirlýsing frá lækni skal liggja fyrir í slíkum tilfellum, ásamt skriflegum fyrirmælum frá foreldrum um lyfjagjöfina. HÉR má sjá yfirlit yfir helstu smitsjúkdóma barna og viðmið fyrir foreldra og starfsmenn varðandi viðbrögð vegna þeirra.

  • Vistunarsamningar og vistunartími

    Gerður er vistunarsamningur um dvalartíma barns í leikskólanum. Barnið getur dvalið í leikskólanum dag hvern, samkvæmt þeim tíma sem getið er í vistunarsamningi. Nauðsynlegt er að vistunartíminn sé virtur því vinnutími starfsmanna er miðaður út frá honum.

    Komi í ljós að breyta þurfi dvalartíma þurfa foreldrar að sækja um breytingu á Rafrænni Reykjavík. Breytingar á dvalartíma þarf að gera með eins mánaðar fyrirvara og miðast við 15. hvers mánaðar eða mánaðamót.

    Uppsögn á leikskólaplássi þarf að gera skriflega hjá leikskólastjóra með eins mánaða fyrirvara og miðast við mánaðamót.

Leikskólinn Hraunborg

Hraunberg 10, 111 Reykjavík
557-9770
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sendu okkur póst
Innskráning

Við notum vafrakökur til að auðvelda notkun á síðunni
Samþykkja