Leikskólinn Hraunborg

Valmynd
  • Forsíða
    • Lestrarátak
    • Páskakveðja
  • Leikskólinn
    • Um Hraunborg
    • Fréttasafn
      • Lokað vegna starfsdags hluta úr degi
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Stefna og starfsáætlun
    • Leikskólastarf
    • Dagatal
    • Starfsfólk
    • Deildir
      • Spóaland
      • Lóuland
      • Þrastaland
    • Eldhús
    • Söngtextar
    • Stoðtenglar
    • Sérkennsla
  • Foreldrar
    • Foreldrafélag
    • Foreldraráð
  • Jákvæður agi

Leikskólinn Hraunborg

Hraunberg 10, 111 Reykjavík
557-9770
Upplýsingar um sumarlokun
  • Forsíða
    • Lestrarátak
    • Páskakveðja
  • Leikskólinn
    • Um Hraunborg
    • Fréttasafn
      • Lokað vegna starfsdags hluta úr degi
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Stefna og starfsáætlun
    • Leikskólastarf
    • Dagatal
    • Starfsfólk
    • Deildir
      • Spóaland
      • Lóuland
      • Þrastaland
    • Eldhús
    • Söngtextar
    • Stoðtenglar
    • Sérkennsla
  • Foreldrar
    • Foreldrafélag
    • Foreldraráð
  • Jákvæður agi
  • Leikskólinn
  • Leikskólastarf

Leikskólastarf

  • Börn með sérþarfir - sérkennsla
  • Dagskipulag og daglegar venjur
  • Leikurinn
  • Öryggismál
  • Stoðtenglar
  • Val
  • Vinna með börn af erlendum uppruna
  • Börn með sérþarfir - sérkennsla

    Unnið er út frá hugmyndum um nám án aðgreiningar en í því felst að allir hafi sama rétt og sömu tækifæri í barnahópnum og að margbreytileikinn fái að njóta sín. Komið er til móts við börn með mismunandi þarfir og börn frá mismunandi menningarheimum þannig að þau geti þroskast á eigin forsendum og notið leikskóladvalarinnar og fengið verkefni og kennslu við hæfi. Öll börn í leikskólanum fá tækifæri til að njóta sín og lögð er áhersla á að styðja við og styrkja hæfileika og getu hvers og eins.


    Börn með fötlun og börn með frávik fá sérkennslu samkvæmt lögum og er meginreglan sú að sérkennslan fari fram í barnahópnum en einnig er unnið með barn einstaklingslega ef þörf þykir. Einstaklingsnámskrá er gerð fyrir börn með frávik og er hún unnin í samvinnu við foreldra þar sem áhersluþættir fyrir viðkomandi barn eru ákveðnir og unnið er út frá þeim. Áhersla er á að koma til móts við þarfir barna af erlendum uppruna þannig að þau öðlist öryggi og vellíðan í leikskólanum.

    Sérkennslustjóri hefur umsjón með sérkennslu í leikskólanum. Megin verkefni hans er að bera ábyrgð á og stjórna skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar í leikskólanum í samráði við foreldra, deildarstjóra, þroskaþjálfa, leikskólasérkennara, leikskólastjóra og aðra sem koma að málefnum barnsins

     

     

  • Dagskipulag og daglegar venjur

    Dagskipulag leikskólanns er ramminn utan um starfið. Það heldur lífinu í skólanum í hæfilega föstum skorðum og skapar öryggi og festu sem eykur vellíðan barna og starfsfólks.

    Dagskipulag
    07:30 Leikskólinn opnaður – á Lóulandi
    08:20 - 08:50 Morgunmatur
    08:50 – 09:00 Farið yfir sjónrænt dagskipulag hverrar deildar
    09:00 – 10:00/11:00 Hópastarf (lengd fer eftir aldri barnanna og viðfangsefni hverju sinni)
    10:00 – 11:00 Útivera
    11:00 – 11:20 Komið inn/söngstund
    11:20 -12:00 Hádegismatur
    12:00 – 12:35 Hvíld
    12:35 – 13:15 Rólegir leikir
    13:15 – 14:20 Frjáls leikur / Val
    14:20 – 14:30 Samverustund
    14:30 – 15:00 Síðdegishressing
    15:00 – 15:30 Sögulestur
    15:30 – 16:30 Útivera
    16:30 Leikskólinn lokar

    Frá kl. 7:30 er tekið á móti öllum börnum á Lóulandi, klukkan 7:45 opnar Spóaland og tekur við sínum börnum. Áfram er tekið á móti börnum frá Þrastalandi á Lóulandi til klukkan 8:00 þá opnar Þrastaland.

    pdfDaglegar_venjur.pdf

  • Leikurinn

    „Börn læra fljótar og árangursríkar að vinna saman ef hinn fullorðni hefur lítil sem engin afskipti af þeim"
    Caroline Pratt

    Leikurinn er kennslutæki okkar í leikskóla og á honum grundvallast allt starf skólans. Hann má flokka í fjóra aðalflokka, (skynfæra og hreyfileik, sköpunar og byggingaleik, hlutverka og ímyndunarleik og regluleik) eftir inntaki leikjanna og uppeldis og mennt-unargildi þeirra. Margir leikir eru fjölþættir og geta flokkast undir fleiri en einn flokk. Frjáls og sjálfsprottinn leikur er hið eðlilega tjáningarform barns. Af honum sprettur ný þekking, nýjar athafnir og leikni. Í leik tjáir barnið tilfinningar sínar og fær útrás fyrir þær. Auk þess sem hann eflir sjálfsmynd barnsins lærir það viðurkenndar samskipta- og kurteisisreglur og að virða rétt annarra.

    Barn þarf tíma til að skipuleggja og setja upp leik og það þarf samfelldan tíma til að þróa leik sinn og dýpka. Þess vegna er leiknum ætlaður góður samfelldur tími í dagskipu-laginu. Við leggjum áherslu á að barn sé ávallt í návist starfsmanns í leik sínum en ekki eftirlitslaust. Starfsmaður er til staðar til að örva leikinn, grípa inn í, leiðbeina, veita öryggi og taka þátt í leiknum, allt eftir aðstæðum hverju sinni.

    Stefna leikskólans er að bjóða upp á fyrir fram ákveðin námsgögn á leiksvæðum barnanna. Höfuðáhersla er á opinn efnivið, þ.e.a.s. kubba, perlur, sand, leir, vatn, liti og annað föndurefni. Byggist það á hugmyndum Caroline Pratt. Hún taldi að notkun á efniviði, sem ekki gæfi tilbúnar lausnir, veitti barni tækifæri til að vinna úr reynslu sinni og læra um umheiminn á eigin forsendum og án stýringar starfsmanna. Við bjóðum einnig upp á lokaðan efnivið, s.s. raðspil, spil, og ýmis gögn til hlutverkaleikja.

    Valkerfi sem notað er á Lóulandi og Spóalandi Valkerfi okkar er að mestu leyti grundvallað á kenningum Piaget. Samkvæmt Piaget byggist þekking á víxlverkun milli barns og umhverfis. Barnið lærir af viðbrögðum  umhverfisins og eigin gjörðum og öfugt. Því er mikilvægt að umhverfið sé fjölbreytilegt og hafi upp á margt
    að bjóða. Undir þetta taka einnig Kamii og Devries. Barnið tekur sér fyrir hendur ýmis verkefni sem það sjálft hefur valið. Því má segja að valið sé í raun rammi utan um frjálsan leik.

    Með vali er tvíþættur tilgangur annars vegar að bjóða uppá fjölbreytilegan efnivið, nýta vel búnað leikskólans og rými fyrir frjálsa leikinn. Hins vegar að efla sjálfstæði og öryggi barnanna með því að leyfa þeim að velja sér leiksvæði sjálf. Með því að gefa barni möguleika á að velja eflum við skilning þess á eigin ábyrgð um velferð sína. Piaget hefur bent á að ef barn lærir að velja sjálft hefur það möguleika á samvinnu við aðra á sínum forsendum og byggir þá upp sitt eigið sjálfstæða siðferði. Ef það aftur á móti getur ekki valið hlutina sjálft mun það aðeins verða fært um að fylgja vilja annarra.

    Val er alla daga vikunnar. Svæðum hverrar deildar er skipt í skilgreind vinnusvæði. Hvert svæði hefur ákveðin markmið og þar má einungis vera fyrir fram ákveðinn fjöldi barna.

    Efniviðurinn á hverju vinnusvæði er skipulagður í samræmi við þroska barnanna. Valið byrjar alltaf með valfundi þar sem hvert barn velur litað spjald merkt viðkomandi svæði. Val barnanna er alltaf skráð og þau skiptast á að vera fyrst til að velja. Valinu lýkur alltaf með tiltekt. Á valsvæðunum er starfsmaður ævinlega nálægur.

  • Öryggismál

    Veigamikill hluti af starfi starfsmanna í Hraunborg er að tryggja öryggi leikskólabarna í hvívetna. Við skipulag leikskólastarfsins og val á verkefnum er ætíð gæta fyllsta öryggis. Á það jafnt við inni sem úti, á heimavettvangi, sem og í öllum ferðum út fyrir leikskólann. Eftirfarandi starfsreglur gilda almennt  um öryggisatriði í leikskólanum og skulu þær kynntar starfsmönnum og forráðamönnum leikskólabarna.

    pdfÝmis öryggisatriði

    pdfViðbrögð við slysum

    pdfÖryggiskröfur til forráðamanna

    pdfRýmingaráætlun vegna eldsvoða

    pdfRýmingaráætlun vegna jarðskjalfta

  • Stoðtenglar

    • Skóla- og frístundasvið
    • Rafræn Reykjavík
    • List og menning í leikskólastarfi
    • Foreldravefur Reykjavíkurborgar
    • Þjónustumiðstöð Breiðholts
    • Loftgæði í Reykjavík
    • Læsi - Allra mál
    • Heilsueflandi Breiðholt
    • Fjölmenning í leikskólum
    • Viðbrögð við einelti
    • Röskun á starfi vegna óveðurs
    • Disruption of school operations
    • Miðja máls og læsis
  • Val

    Valkerfi sem notað er á Lóulandi og Spóalandi Valkerfi okkar er að mestu leyti grundvallað á kenningum Piaget. Samkvæmt Piaget byggist þekking á víxlverkun milli barns og umhverfis. Barnið lærir af viðbrögðum  umhverfisins og eigin gjörðum og öfugt. Því er mikilvægt að umhverfið sé fjölbreytilegt og hafi upp á margt
    að bjóða. Undir þetta taka einnig Kamii og Devries. Barnið tekur sér fyrir hendur ýmis verkefni sem það sjálft hefur valið. Því má segja að valið sé í raun rammi utan um frjálsan leik.

    Með vali er tvíþættur tilgangur annars vegar að bjóða uppá fjölbreytilegan efnivið, nýta vel búnað leikskólans og rými fyrir frjálsa leikinn. Hins vegar að efla sjálfstæði og öryggi barnanna með því að leyfa þeim að velja sér leiksvæði sjálf. Með því að gefa barni möguleika á að velja eflum við skilning þess á eigin ábyrgð um velferð sína. Piaget hefur bent á að ef barn lærir að velja sjálft hefur það möguleika á samvinnu við aðra á sínum forsendum og byggir þá upp sitt eigið sjálfstæða siðferði. Ef það aftur á móti getur ekki valið hlutina sjálft mun það aðeins verða fært um að fylgja vilja annarra.

    Val er alla daga vikunnar. Svæðum hverrar deildar er skipt í skilgreind vinnusvæði. Hvert svæði hefur ákveðin markmið og þar má einungis vera fyrir fram ákveðinn fjöldi barna.

    Efniviðurinn á hverju vinnusvæði er skipulagður í samræmi við þroska barnanna. Valið byrjar alltaf með valfundi þar sem hvert barn velur litað spjald merkt viðkomandi svæði. Val barnanna er alltaf skráð og þau skiptast á að vera fyrst til að velja. Valinu lýkur alltaf með tiltekt. Á valsvæðunum er starfsmaður ævinlega nálægur.

  • Vinna með börn af erlendum uppruna

    Í leikskólum borgarinnar hefur fjöldi barna af erlendum uppruna aukist jafnt og þétt á síðustu árum. Börn, sem ekki tala íslensku, hafa forgang í leikskóla og í stuðningstíma í íslensku þegar þess er þörf. Til eru upplýsingabæklingar um starfsemi leikskóla á ýmsum tungumálum og starfsfólk er hvatt til að nota alltaf túlkaþjónustu þegar þess er þörf.

    Í Hraunborg hefur eins og annars staðar fjölgað börnum af erlendum uppruna. Starfsmenn bjuggu sig undir þessa fjölgun með því að fara í námsferð til Danmerkur árið 2003 þar sem skoðaðir voru fjölmenningarlegir leikskólar. Þeir hafa einnig sótt námskeið um íslenskukennslu fyrir útlendinga, fjölmenningu og fordóma.

    Við leggjum okkur fram um að vera í góðum samskiptum við alla foreldra og gefum okkur sérstaklega góðan tíma til að sinna samstarfi við foreldra tvítyngdra barna því að þeir geta þurft stuðning og sérstaka tillitsemi þegar kemur að foreldrasamstarfi. Það hefur þó mikil áhrif úr hvernig málumhverfi foreldrarnir koma og hvernig þeim hefur gengið að tileinka sér íslensku. Við leggjum áherslu á það við foreldra að halda móðurmálinu við hjá barninu. Reynt er að tryggja að íslenskukennslan sé miðuð við þarfir barnsins strax frá upphafi. Einnig leitum við leiða til að meta færni þess í íslensku.

    Í forstofum leikskólans má finna upplýsingar um það hvernig bjóða á góðan daginn á þeim tungumálum sem töluð eru á deildinni. Þar eru einnig fánar þeirra landa sem eiga fulltrúa á deildinni. Til er alheimskort og hnattlíkan sem notað hefur verið til að ræða hvaðan börn og starfsmenn koma eða hvert er ferðast þegar svo ber undir. Foreldrar hafa verið beðnir um hluti, bækur og fleira sem tengist menningu þeirra. Þessa hluti hefur oftast verið auðvelt að fá að láni. Reynt hefur verið að hlusta á sögur á erlendum málum við og við og hlustað er á tónlist frá ýmsum þjóðlöndum. Í hópastarfi höfum við rætt um hvað er líkt og ólíkt meðal fólks. Einnig höfum við skoðað hús, fatnað, gróður og fleira til að gera börnunum ljóst að það eru ekki allir hlutir eins. Markmið okkar er að öll börn í leikskólanum læri að fólk er ólíkt en samt eru allir jafnmikils virði.

Leikskólinn Hraunborg

Hraunberg 10, 111 Reykjavík
557-9770
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sendu okkur póst
Innskráning

Við notum vafrakökur til að auðvelda notkun á síðunni
Samþykkja